Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
1. fundur stjórnar, 31.8.2011 18:15

Mætt: Steinunn, Kristbjörg, Björn.

Í stjórninni eru Steinunn Bergmann, Kristbjörg Ágústdóttir, Björn Heimir Björnsson, Ágústa Björnsdóttir. Okkur vantar nokkra í viðbót.

Steinunn ræddi um hlutverk foreldrafélags, verkefni stjórnar og aðra verkefnishópa.

Steinunn er formaður stjórnar. Björn er ritari og fer í skólaráð (varamaður). Kristbjörg fer í svæðisráð/grunnstoðir.

Foreldrafélagið þarf að vera vel sýnilegt. Viljum gjarnan festa í sessi að það sé kynnt í byrjun skólaárs.

Skólinn mun útvega svæði þar sem við getum geymt og birt vinnugögn, s.s. fundargerðir.

Við þurfum að vera vakandi fyrir því sem fram fer í Garðalundi. Upplýsingar um viðburði þurfa að vera aðgengilegri fyrir foreldra, þ.e. á vefnum.

Fundir verða mánaðarlega, munum miða við mánudaga kl 18:15, ein klukkustund.

Fundi slitið 19:45

Næsti fundur verður 26. september.

English
Hafðu samband