Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
8. og síðasti fundur stjórnar, 29. maí 2013 20:00

Mætt: Fráfarandi stjórn; Kristbjörg, Katrín, Dórothea, Björn. Ný stjórn; Edda Rósa, Kristín, Ellen, Hrönn, Alda, Ólína.

Dagskrá: Ný heilsustefna Garðaskóla. Upplýsa nýja stjórn um verkefni vetrarins.
 
Stjórnirnar ákváðu að gefa öllum foreldrum kost á því að taka afstöðu til nýrrar stefnu og aðgerðaáætlunar Garðaskóla um heilsueflingu innan skólans, og að biðja þá um að senda athugasemdir sínar beint til skólastjórnenda. Kristbjörg mun senda áætlunina út gegnum Mentor.

Það spunnust nokkrar umræður um áætlunina. Í heildina er hún mjög góð. Nokkur atriði rædd sérstaklega, m.a. með hliðsjón af því hvort þær eigi erindi innan stefnunnar auk atriða sem mætti bæta við. Kristbjörg mun taka saman umræðuna og senda til skólastjóra.

Í tengslum við umræðuna um áætlunina var einnig rætt um:
Aðstaða nemenda í matsal er ekki nógu góð. Biðraðir eru langar, 10.bekkur virðist fá betri afgreiðslu en yngri bekkir, maturinn klárast stundum í seinni matartíma, það vantar ennþá glös. Skólinn mætti standa sig betur í því að upplýsa foreldra um vandamál, s.s hvað varðar umgengni unglinganna.
 
Rætt um verkefni sem ný stjórn getur haldið áfram með næsta vetur.
Safna frjálsum framlögum foreldra í sjóð. Kristbjörg og Dórothea stofna kennitölu foreldrafélags núna, nýr gjaldkeri mun í framhaldinu stofna bankareikning. Leggja línur um hvað sjóðurinn verður notaður í og upplýsa foreldra um það.
Hvetja Garðalund til að miðla upplýsingum til foreldra. t.d. upplýsa um stóra viðburði sem eru á dagskrá, sem og að upplýsa foreldra um eðli atburða, s.s. Samfés sem er e.t.v. óheppilegt fyrir nemendur yngri bekkja. Stjórn hefur stuðning skólastjóra í þessu.
Rætt um visst sambandsleysi milli skóla og foreldra.
Lagt til að haldið verði áfram með eineltisumræðu. Stjórnin hafði komið með tillögu til skóla um að námsráðgjafar kynntu ástandið í skólanum á eineltisdegi í nóvember.
Hefðbundinn fræðslufundur með bekkjarfulltrúum í byrjun hausts. Gott að fá Gunnar til að kynna störf Garðalundar m.m.
Foreldraröltið. Það þarf að gera foreldra jákvæðari, fá skólastjóra til að tala um foreldraröltið á fundi með foreldrum í upphafi skólaárs eða vera með vaktaplan tilbúið snemma. E.t.v. má breyta fyrirkomulagi, s.s. að boða foreldra beint óháð bekk eða án milligöngu bekkjarfulltrúa. E.t.v. vera með tilbúna daga fyrir foreldrafundi og fá umsjónarkennara til að skrá niður strax.
 
Það er slæmt að núverandi stjórn hætti öll á einu bretti, hins vegar getur ný stjórn leitað til fráfarandi stjórnarmeðlima ef þurfa þykir.

Ný stjórn skiptir með sér störfum svona: Formaður Edda Rósa. Varaformaður Ellen. Ritari, skiptast á. Gjaldkeri Hrönn. Fullrúi stjórnar í Grunnstoðum Kristín (er jafnframt tengiliður skólans varðandi heimasíðu). Fulltrúi stjórnar í skólaráði Alda.
 
Fundi slitið 22:00
Ný stjórn mun halda fyrsta fund sinn miðvikudag 21. ágúst.
 

English
Hafðu samband