Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
6. fundur stjórnar, 4. apríl 2013 21:00
Mætt: Kristbjörg, Dórothea, Katrín, Björn.

Dagskrá:
1. Starfsemi það sem eftir er skólaárs
2. Val á nemendum í Comeniusar verkefni
3. Fræðslufundur Grunnstoða
4. Eineltismál
5. Önnur mál

Rætt um brunaæfingar. Munum senda skólanum fyrirspurn um þetta, mat stjórnar það að þurfi að halda æfingu a.m.k. einu sinni ári, í byrjun vetrar.

A.m.k. eitt bekkjarkvöld hefur verið haldið (Katrín), en höfum ekki heyrt um fleiri. Væri gaman að vita hvað hefur verið gert hjá öðrum bekkjum, þetta skiptir miklu máli fyrir 8. bekk. Björn hefur haft samband við skólann um að fá til baka vefsíðuna “Uppskrift að bekkjarkvöldi” sem týndist síðast liðið haust. Í frh mætti senda ábendingu til bekkjarfulltrúa um að halda kvöld.

Handbók foreldrafélags. Ekkert hefur verið gert í þessu í vetur, en ætti að vera á plani næsta vetur. Katrín tók þátt í þessu á sínum tíma (u.þ.b. 6 ár síðan). Byggt á handbók frá Heimili og skóla, en aðlagað að skólanum og orðalag mildað á einhverjum stöðum.

Kristbjörg sagði frá fræðslufundi á vegum Grunnstoðar sem verður 16.apríl. Efnið verður matarmenning. Foreldrar munu fá boð.

Rétt er að spyrjast fyrir um hjá matarnefnd um hvernig hefur gengið hjá þeim.

Vorferðalög 8. og 9. bekkjar. Í fyrra var þátttakan 60% í 9. bekk og 70% í 8.bekk. Óljóst hvort kostnaðar hafi spilað inn í dræma þátttöku. Staðan núna er óljós (vorum í póstsambandi við skipuleggjendur 19.+21.jan). Munum gera fyrirspurn til skólans.

Fjáröflun. Mundum stofna reikning núna (Kristbjörg og Dórothea) og undirbúa jarðveginn þ.a. næsta stjórn geti hafið söfnun strax næsta haust.

Rætt um val á nokkrum nemendum sem munu taka þátt í samstarfi og nemendaskipti við erlenda skóla (Komeniusarverkefni, núna með Spáni og Þýskalandi). Upplifun að val á nemendum hafi farið fram á hátt sem er ekki réttlátt gagnvart nemendum og foreldrum, og að leiðinleg stemming hafi myndast meðal krakkanna. 40 valdir upphaflega (m.a. byggt á einkunnum), 18 verða svo endanlega valdir. Stjórn mun senda fyrirspurn til skólans um hvort hægt sé að útæra þetta á lýðræðislegri hátt. Í sumum öðrum skólum er val á nemendum á öðrum forsendum, sem mætti líka íhuga.

Björn mun halda utan um foreldrarölt, nú jafnframt á vorönn sem er nýbreytni. Byrjum 12. apríl og verður a.m.k út apríl. Sjálandsskóli mun taka eitt kvöld. Björn ræðir við Garðalund um skoðun þeirra á því að röltið verði haldið núna.

Vitað um bekkjarpartý þar sem vín hefur verið haft um hönd, m.a. í 9. bekk.

Enginn í núverandi stjórn mun halda áfram næsta vetur. Þurfum að finna nýja foreldra sem eru tilbúnir að taka við. Þetta er gagnlegt og lærdómsríkt.
Í ljósi þessa að enginn verður eftir,  þá höldum við aðalfundinn líklega snemma, þar sem kosið verður í nýja stjórn. Það þarf í raun að vera búið að fá framboð í stjórn, m.a. mætti leita til barnaskólanna. Við gætum síðan haft einn síðasta stjórnarfund ásamt nýjum stjórnarmeðlimum.

Fyrr í vetur höfðum við hugleitt að flytja aðalfund yfir til byrjun hausts, en fallið frá því núna.

Hugarflug um eineltisdag skólans. Fá námsráðgjafa inn. Mætti auglýsa til foreldra á hátt sem undirstrikar að vandamálið er raunverulegt í Garðaskóla í dag (“einelti í Garðaskóla í dag”).

Ýmsum foreldrum finnst skólinn ekki standa sig í eineltismálum, og að nemendur komist upp með hluti sem má flokka sem einelti.

Rætt um kynfræðslumyndina “Fáði Já” sem var sýnd í skólanum. Stjórnin er ánægð með það. Höfum hins vegar heyrt að upphaflega hafi staðið til að 9. bekkur ætti ekki að sjá myndina, sem hefði verið miður.

Fundi slitið 23:00

English
Hafðu samband