Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
5. fundur stjórnar, 16. janúar 2013 20:30
Mætt: Dórothea, Katrín, Björn.

Dagskrá:
...

Katrín kom með dæmi um bandarískt efni sem fjallar um einelti (bullying). Þar færist í vöxt að ríki geri einelti hreinlega ólöglegt. Umræða um hvernig væri best að koma þessu áleiðis hér á landi; frá grasrót eða t.d. gegnum Heimili og skóla. Sumt af bandaríska efninu snýr meira að tölvumálum, og mætti miðla til Saft.is . Kæmi vel til greina að við stefnum á Garðabæ, og að haft verði samband við t.d. skólaskrifstofu.

Brynhildur aðstoðarskólastjóri sendi foreldrafélagi um daginn spurningarnar sem eiga að fara inn í væntanlega skoðananakönnun skólans, Skólapúlsinn. Við þurfum að skoða þetta með það í huga hvort við viljum fá inn fleiri spurningar. Gætum t.d. borið þetta saman við könnunina frá vori 2012 sem foreldrafélagið kom að.

Menntamálaráðuneyti hefur bent á að Garðabær má ekki hafa frí hjá 8. og 9. bekk þá daga þegar 10. bekkur er í samræmdum prófum (sama er þekkt frá öðrum skólum). Þeir þurfa að hafa eitthvað innan skólans, annars fækkar kennsludögum þeirra. Ragnar skólastjóri bendir á að það hafi þegar verið búið að ákveða að breyta þessu, þ.e. þessa daga verði 8. og 9. bekkingar í kennslustofum sem eru fjarri þeim þar sem verið er að taka próf.

Rætt um sjóð til að halda utan um frjáls framlög foreldra. Skv skólaskrifstofu hafa aðrir skólar í Garðabæ stofnað kennitölu og eiginn reikning, og að foreldrafélagið í Garðaskóla eigi að gera hið sama. Reynsla annarra skóla er að besta svörunin fáist með því senda valgreiðslu í netbanka foreldra og að foreldrum er þetta ekki á móti skapi. Hofsstaðaskóli fær t.d. afhentar kennitölur foreldra og geta þannig sent út valgreiðslu í samvinnu við banka (þurfum að ræða við skólastjóra í sambandi við afhendingu kennitalna). Ásamt valgreiðslu þarf á sama tíma að koma bréfi til foreldra þar sem kemur skýrt fram að um frjálst framlag er að ræða og að einungis annað foreldri greiði, auk þess að það sé skilgreint nánar hvað framlagið verði notað í.

Bréf barst foreldrafélaginu frá kennurum sem héldu utan um vorferðir 8. og 9. bekkja í fyrra, þar sem þau óska eftir endurgjöf og samvinnu frá foreldrum varðandi mögulegar vorferðir núna í vor. Stjórnin veit ekki betur en að þessar ferðir hafi tekist vel í fyrra, og því sé góð hugmynd að endurtaka þær. Varðandi fjármögnun þá var slíku sleppt í fyrra, en þá var það sett í sjálfsvald bekkjarfulltrúa að framkvæma slíkt. Björn svarar fyrirspurninni.

Staðan á nýrri heimasíðu skólans er enn sú að ýmsar upplýsingur sem voru undir síðum foreldrafélag eru ekki enn komnar inn. Margt af þessu sem vantar var mjög gagnlegt og núverandi staða því bagaleg. Björn ræðir við tæknimanneskju skólans um þá þætti sem við viljum sérstaklega fá inn aftur, t.d. “Uppskrift að bekkjarkvöldi”.

Rætt um Vífilsskóla þar sem allir krakkar hafa fengið iPad sem þeir mega nota innan veggja skólans.

Fundi slitið.

English
Hafðu samband