Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
1. fundur stjórnar, 4.september 2012 20:15
Mætt: Kristbjörg, Dórothea, Björn.
 
Dagskrá: Byrja. Undirbúa aukaaðalfund og haustfund með bekkjarfulltrúum.
 
Frá síðustu stjórn sitja áfram:
Kristbjörg Ágústsdóttir, ka@fjolsvidur.is
Dórothea Elva Jóhannsdóttir, dorothea@isl.is
Björn Heimir Björnsson, bjorn.bjornsson@gmail.com
en tveir stjórnarmeðlimir hættu í maí.
 
Það þarf að fá 2-3 í viðbót inn í stjórnina, gjarnan tvo úr 8. bekk fyrst fulltrúa þeirra vantar núna. Stjórnin mun hlera eftir virkum foreldrum sem sem eiga börn sem eru að koma úr barnaskóla.
 
Rætt um aukaaðalfund sem stendur til að halda í haust. Vegna dræmrar mætingar á aðalfund í maí var fallið frá því að skipa stjórn, sem verði því gert nú. Einnig hafði komið upp sú hugmynd að það mætti kjósa um það hvort aðalfundur ætti að haldast í upphafi vetrar, í stað lok vetrar eins og nú er gert. Kostir við byrjun vetrar; foreldrar e.t.v. meðtækilegri fyrir þátttöku, auðveldara að fá inn foreldra 8.bekkinga. Ókostir; Stjórnin er í limbói um sumarið, stjórnarmeðlimir sem eru ekki lengur með börn í skólanum þyrftu að mæta, það virðist ekki vera erfitt að fá foreldra 8.bekkinga í stjórn, í og með þar sem foreldrar hafa oft börn í mörgum árgöngum. Það mætti skoða hvað tíðkast í öðrum foreldrafélögum.
 
Það gæti verið góð hugmynd að slá saman aukaaðalfundinum og haustfundinum með bekkjarfulltrúum. Bekkjarfulltrúar væru helst með skyldumætingu, en aðrir foreldrar gætu setið alla dagskránna ef þeir vildu.
 
Rætt um mögulega dagskrá á aukaaðalfundi: Skipa í stjórn, kynning á ferðum og foreldrarölti, samantekt á niðurstöðum skoðanakönnunar með áherslu á það sem snýr beint að þeim (árgjald, netnotkun barna o.fl.)
 
Rætt um frjáls framlög, en skv skoðanakönnun voru foreldrar hlynntir slíku. 1500 kr á vetri er hófleg tala og gæti gefið í kringum 300.000 kr í sjóð. Peninga mætti nota í eitthvað sem nýtist öllum, t.d. tækjakaup, ferðir, fyrirlesara.
 
Rætt um skoðanakönnunina sem var framkvæmd í samvinnu við gæðanefnd Garðaskóla í vor. Hún liggur á vef skólans, undir Foreldrar. Mikil forvinna búin, þ.a. það er nú minna mál að framkvæma þetta aftur. Má líklega vel framkvæma árlega.
 
Foreldrafélag getur fylgst með og ýtt eftir í málum sem við teljum að skipti máli, t.d. varðandi einelti, matarmál o.fl.
 
Fyrsta hugmynd að halda fundina saman þann 25.september 20:00. Það þarf líklega að boða til þeirra með tveggja vikna fyrirvara.
Björn útbúi tillögu um dagskrá.
Kristbjörg smíði bréf þar sem boðað er til fundar, ásamt almennum ábendingum til foreldra.
Dórothea talar við Gunnar Garðalundi.
 
Fundi slitið 21:30
English
Hafðu samband