Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Úr sjöunda í áttunda - lýsing á samstarfi skóla við flutning nemenda úr 7. í 8. bekk.

  • Kennarar Garðaskóla hitta kennara annarra grunnskóla í Garðabæ á árlegum fagfundum. Þar er farið yfir kennsluáætlanir og aðra hluta skólanámskrár og tryggt að gott flæði sé milli skólanna og sameiginlegar línur um yfirferð hæfniviðmiða aðalnámskrár.

Úr grunn- í framhaldsskóla - lýsing á verkferlum við lok grunnskóla og upphaf framhaldsskóla í Garðabæ.

  • Í Garðaskóla er lögð mikil áhersla á að gera nemendum kleift að stunda nám á framhaldsskólastigi og flýta þar með för nemenda sem það kjósa í gegnum skólakerfið. Framhaldsskólaáfangar hafa um árabil verið skipulagðir í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Kenndir eru áfangar í íslensku, ensku og stærðfræði og þar að auki áfangar í skyndihjálp, líffræði og fatahönnun. Til að sækja nám í fjölbrautaáföngum í 10. bekk Garðaskóla þurfa nemendur að hafa lokið námi í flugferðum í 9. bekk þar sem farið er yfir námsefni 9. og 10. bekkjar og grunnskólaprófi í viðkomandi grein lokið.
English
Hafðu samband