Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorið 2024 gaf Garðabær út nýjan samskiptasáttmála sem inniheldur áætlun um þjálfun nemenda og inngrip samskiptamála. Samskipta - og eineltisteymi Garðaskóla mun vinna nýjan vinnuferil í meðferð samskipta- og eineltismála sem taka mið af nýjum samskiptasáttmála Garðabæjar. Gefur teymið sér tíma fram að áramótum 2024-2025 til að ljúka þeirri vinnu.

Garðaskóli hefur áður tekið þátt í verkefninu ,,Gegn einelti í Garðabæ” sem var og er samstarfsverkefni grunnskóla bæjarins. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Í eineltisáætlun Garðabæjar er birt skilgreining á einelti, hvernig starfsfólki ber að bregðast við og vinna með það. Allt starfsfólk skólans tekur þátt í verkefninu. 

Í skólanum er starfrækt samskipta- og eineltisteymi sem situr einnig í verkefnastjórn „Gegn einelti í Garðabæ“. Í teyminu sitja:

Ef upp kemur samskiptavandi eða grunur vaknar um einelti gagnvart þínu barni eða öðrum er mikilvægt að vitneskja um það berist til skólans sem fyrst. Einelti ber að tilkynna með formlegum hætti og með því að fylla út þar til gert eyðublað undir liðnum "Tilkynning um einelti". Farið er eftir ákveðnu vinnuferli í meðferð eineltismála og eru þau ávallt unnin í samstarfi við málsaðila. 


 

English
Hafðu samband