Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

.

Skólanámskrá Garðaskóla er gefin út í nokkrum hlutum og gefur yfirlit um stefnu skólans og daglegt starf. Námskráin er unnin af starfsmönnum skólans og stórir hlutar hennar fara til umsagnar og yfirlesturs hjá nemendum og foreldrum. Skólaráð Garðaskóla hefur lokaorð um allt er varðar skólanámskrána.

Skólanámskrá Garðaskóla var síðast uppfærð skólaárið 2022 - 2023.  Með tilkomu nýrra laga um grunnskóla[1] og Aðalnámskrár[2] hafa kröfur um útlit og innihald skólanámskrár breyst. Auk þess tekur skólanámskráin mið af ýmsum reglugerðum[3] og skólastefnu Garðabæjar. Enn er unnið að heildstæðri útgáfu á skólanámskrá en hlutar hennar hafa verið birtir á vef skólans undanfarin misseri. Frekari upplýsingar um námskrána gefur skólastjóri Garðaskóla, Brynhildur Sigurðardóttir.

Lýsing á starfi Garðaskóla birtist nú í eftirfarandi miðlum:

Auk þess gefur skólinn út fréttabréf sem miðlar upplýsingum til foreldra og nemenda og ýmiss konar minnisblöð sem skilgreina fyrir starfsfólk vinnubrögð í afmörkuðum málum.

Starfsfólk skólans hefur lagt mikla og góða vinnu við að endurmeta kennsluhætti og endurskrifa lýsingar á skólastarfinu til að mæta kröfum nýrrar Aðalnámskrár. Helstu breytingar frá síðustu útgáfu skólanámskrár eru að hagnýtum atriðum varðandi daglegt starf, starfsmannahald, nemendafjölda, húsnæði o.s.frv. eru nú gerð skil í Starfsáætlun í upphafi hvers skólaárs. Skólanámskráin birtir kennslufræðilega stefnu skólans og er hún endurskoðuð ekki sjaldnar en á fimm ára fresti og oftar eftir þörfum. Í skólanámskrá er nú gerð grein fyrir atriðum sem komu til sögunnar með nýrri Aðalnámskrá frá 2011/2013 og ber þar helst að geta lýsinga á því hvernig skólinn vinnur að sex grunnþáttum menntunar og hvernig lykilhæfni nemenda er metin.

Í starfi Garðaskóla leggja starfsmenn höfuðáherslu á eftirfarandi atriði:

  • Vel skipulagt og öruggt vinnuumhverfi.
  • Vel skilgreind og skýr námsmarkmið.
  • Fjölbreytt námstækifæri.
  • Góða daglega stjórnun.
  • Framfarir í námi hvers nemenda.
  • Virkt eftirlit með námi nemenda.
  • Góðar aðstæður til náms og starfa.
  • Gott samstarf heimila og skóla.

[2] Aðalnámskrá grunnskóla. (2011/2013). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

[3] Helst ber þar að nefna reglugerð 1040/2011 um ábyrgð og skyldur allra aðila skólasamfélagsins í grunnskólum og  reglugerð 1157/2008 um skólaráð við grunnskóla.

 

English
Hafðu samband