Í Garðaskóla er lögð áhersla á að tryggja velferð, öryggi og persónuvernd allra þeirra sem koma í skólann.
Velferð barna og ungmenna í Garðabæ:
Í Garðaskóla er starfað skv. áætluninni Velferð barna og ungmenna í Garðabæ.
Gegn einelti í Garðabæ:
Í Garðaskóla er starfað skv. áætluninni Gegn einelti í Garðabæ.
Viðbragðs- og áfallaáætlun:
Áfallaráð Garðaskóla stýrir vinnu þegar bregðast þarf við óveðri, veikindafaröldrum, hættu í húsnæði skólans eða persónulegum áföllum nemenda eða starfsmanna. Viðbragðs- og áfallaáætlun er birt á vef skólans.
Persónuverndarstefna Garðabæjar:
Garðabær hefur sett sér persónuverndarstefnu í samræmi við lög nr. nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Stefnuna má nálgast á vef Garðabæjar (pdf skjal): https://www.gardabaer.is/media/stefnur/personuverndarstefna-gardabaejar-samthykkt.pdf
Öryggismyndavélar:
Stafrænar öryggismyndavélar eru í skólanum. Um er að ræða öryggismyndavélar sem eru staðsettar á göngum skólans og skólalóð. Einnig eru öryggismyndavélar á göngunum í Ásgarði þar sem nemendur sækja sund og íþróttir. Þessi rafræna vöktun í skólabyggingunni og skólalóðinni er í þágu öryggis og í þeim tilgangi að varna því að eigur séu þar skemmdar eða þeim stolið.
Myndefni er einungis skoðað ef upp koma atvik er varða eignavörslu eða öryggi einstaklinga, s.s. þjófnaður, skemmdarverk, ofbeldi eða slys. Heimild til skoðunar er aðgangsstýrð. Myndefni er eingöngu skoðað af þeim sem til þess hafa heimild og rík trúnaðarskylda gildir um störf þeirra. Myndefni er vistað að hámarki í 90 daga og því er eytt að þeim tíma loknum.
Vöktunin er fer fram í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og merkingar með viðvörunum um rafræna vöktun eru uppsettar á nokkrum stöðum í skólanum.
Til kynningar og nánari fræðslu varðandi eftirlitið sem hér um ræðir skal bent á reglur Garðabæjar um rafræna vöktun öryggismyndavéla sem taka til þessarar vöktunar: https://www.gardabaer.is/media/reglugerdir/Reglur-Gardabaejar-um-rafraena-voktun-oryggismyndavela-05.03.2019 (pdf).
Einnig er bent á að almennar upplýsingar um rafræna vöktun, ásamt leiðbeiningum er að finna í bæklingi á vef persónuverndar: https://www.personuvernd.is/media/leidbeiningar-personuverndar/Eftirlit-eda-njosnir-rafraen-voktun (pdf).