Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

Læsi til náms 

Í ágúst 2014 hóf Garðaskóli formlegt samstarf við Háskólann á Akureyri með það að markmiði að efla læsi hjá nemendum skólans. Verkefnið felur í sér þróunarstarf kennara og starfsfólks og byggir á gagnvirkni og lifandi starfsþróun þar sem þátttakendur læra saman á vettvangi. Verkefnið ber yfirskriftina Læsi til náms. Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, sem er ráðgjafi frá Háskólanum á Akureyri, kemur nokkrum sinnum yfir skólaárið í heimsókn  og veitir kennurum ráðgjöf og fræðslu. Meginmarkmið verkefnisins er að auka lesskilning, efla orðvitund og orðaforða og fella orðakennslu að hefðbundinni kennslu og gera að föstum lið í kennslu allra námsgreina. Kennarar læra nýjar og fjölbreyttar kennsluaðferðir sem lúta að lesskilningi, orðaforða og gagnvirkum lestri.

 Á vorönn  2015 mun Garðaskóli leggja áherslu á yndislestur. Tilgangurinn er að auka lestraráhuga nemenda. Á hverjum degi munu nemendur og starfsmenn  eiga notalega stund með bók eða blað og lesa í u.þ.b. 20 mín. Nemendur eiga  allaf að vera með sitt uppáhalds lesefni í töskunni.

En betur má ef duga skal. Til þess að verða góður lesari þarf að þjálfa lestur reglulega. Hér gilda sömu lögmál og í íþróttunum. Þeir sem lesa mikið verða fljótari að lesa, lesskilningur þeirra eykst og orðaforði og hugtakaskilningur verður betri. Að sama skapi dragast þeir aftur úr sem lesa lítið eða ekki neitt. Foreldar geta haft áhrif á lestrariðkun barna sinna með hvatningu, jákvæðu viðhorfi til lesturs og góðu  aðgengi að margskonar lestrarefni.

Með sameiginlegu átaki heimila og skóla stefnum við að því að efla læsi nemenda í Garðaskóla. Ávinningurinn er mikill því góður lesskilningur er undirstaða alls náms.

Myndir af starfi nemenda og kennara í þróunarverkefnu læsi til náms má skoða á myndavefnum.

English
Hafðu samband