Heilsustefna Garðaskóla
Heilsustefnu Garðaskóla er ætlað að skilgreina hvernig grunnþátturinn heilbrigði og velferð fléttast inn í allt starf skólans. Heilsustefnan er sameiginleg yfirlýsing starfsmanna, nemenda og foreldra við skólann. Skólinn er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli sem Landlæknisembættið stendur að og fær með því ráðgjöf og stuðning varðandi heilsueflingu innan skólans.
Heilsustefnan miðar að því að skapa daglegar venjur og starf sem bæta heilsu og líðan allra þeirra sem starfa og nema við skólann. Það er stefna skólans að tryggja eins góða og heilsusamlega vinnuaðstöðu og unnt er jafnframt því sem nemendur og starfsmenn eru hvattir til virkrar þátttöku og aukinnar meðvitundar um jákvæðan lífsstíl.
Heilsustefnan var samþykkt af skólaráði Garðaskóla 21. janúar 2014 eftir umræður og skoðun í hópum nemenda, foreldra og starfsmanna frá hausti 2012.