Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jafnréttisstefna Garðaskóla

Jafnréttisstefna Garðaskóla var samþykkt í Fjölskylduráði Garðabæjar 2012. Markmið jafnréttisstefnu er að tryggja að fyllsta jafnréttis kynjanna sé gætt í hvívetna í skólanum og  að bæði nemendur og starfsfólk fái notið sín á eigin forsendum án tillits til kynferðis. Halda skal sem jöfnustu hlutfalli kynjanna í öllu starfi innan skólans. Markvisst skal unnið að kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvörðunum á öllum sviðum skólans. Kynbundin mismunun er óheimil, í hvaða formi sem hún birtist og skal vinna á virkan hátt gegn slíkri mismunun. Kynbundið ofbeldi eða áreitni er ekki liðin. Með jafnréttisstefnu skólans er unnið markvisst að því að breyta hefðbundnum kynjaímyndum og að vinna gegn neikvæðum staðalímyndum. Jafnréttisstefnu Garðaskóla er fylgt eftir með aðgerðaráætlun og er sú vinna í höndum jafnréttisnefndar ár hvert. 

Stefnuna í heild má lesa hér.

 

English
Hafðu samband