Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnaráætlun

Forvarnaráætlun Garðaskóla byggir á jákvæðum og uppbyggilegum skólabrag sem unnið er að skv. hugmyndafræði uppbyggingarstefnunnar. Markvisst er unnið að forvörnum í víðum skilningi og allt skólastarf miðast að því að nemendur öðlist sjálfstjórn og hæfni í að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Í starfi skólans er lögð áhersla á gagnkvæma virðingu og jákvæð samskipti og þannig stutt við að hver einstaklingur efli sterka og heilbrigða sjálfsmynd, góðan félagsþroska og læri að lifa og starfa í þjóðfélaginu. Markmið samskipta í skólanum er að allir aðilar komi sterkari frá samskiptum. Þegar út af ber er leitað leiða til að ná stjórn á aðstæðum, leiðrétta mistök og gera áætlun um betrun sem leiðir til sjálfsábyrgðar, sjálfsstjórnar og sjálfsvirðingar. Þessar stoðir nýtast sem forvörn gegn röngum og óábyrgum ákvörðunum um neyslu, framkomu, samskipti og gjörðir.

Á þessum grunni eru aðgerðir í forvörnum á nokkrum afmörkuðum sviðum unnar og ber þar helst að nefna:

  • Forvarnir á sviði velferðar, kynheilbrigðis og jafnréttis
  • Forvarnir gegn notkun áfengis, tóbaks og annarra fíkniefna
  • Forvarnir á sviði netnoktunar

Forvarnarverkefni í Garðaskóla eru unnin í nánu samstarfi við félagsmiðstöðina Garðalund, foreldrafélag Garðaskóla og fleiri samstarfsaðila. Árgangar sækja viðburði í heilu lagi, verkefni eru kennd innan fagdeilda og umsjónarkennarar vinna veigamikinn hluta þessarar áætlunar með umsjónarnemendum sínum bæði í vikulegum umsjónartímum og á þemadögum.

Á hverju ári taka forvarnarverkefni mið af áherslum í skólastarfinu, þörfum nemendasamfélagsins og því framboði sem er í boði á höfuðborgarsvæðinu. Skólastjóri og forstöðumaður Garðalundar miðla upplýsingum sín í milli um hegðunarmynstur í nemendahópnum. Þeir eiga reglulega samtal við fulltrúa foreldra um stöðu mála. Til dæmis fundar skólastjóri með stjórn foreldrafélagsins a.m.k. einu sinni á önn og hittir bekkjarfulltrúa á fundi þeirra að hausti. Einnig fylgjast aðilar með niðurstöðum kannana á borð við Ungt fólk sem gefa upplýsingar um viðhorf og lífshætti ungmenna á hverju ári.

Helstu forvarnarverkefni sem unnin eru í Garðaskóla eru talin upp í eftirfarandi töflu:

 

8. bekkur

9. bekkur

10. bekkur

Sjálfsábyrgð og félagsþroski

 

 

 

·       Samskipti og skólaandi

Haust, umsjón

Haust, umsjón

Haust, umsjón

·       Uppbyggingarstefnan, starfsm.námsk.

Í ágúst ár hvert fyrir alla starfsmenn. Umræðufundir 1-2 á önn. Sjá starfsþróunaráætlun

·       Félagsfærni

Skilgreint út frá þörfum nemenda á hverju ári. Litlir hópar eru oft settir af stað í samvinnu við félagsmiðstöðina Garðalund.

·       Ábyrg hegðun. Til dæmis umferðarfræðsla (hjálmanotkun); Elskaðu lífið, gestafyrirlestur Þorgríms Þráinssonar; Skyndihjálp.

Haust og vor, umsjón, umræða um hjálmanotkun.

Haust og vor, umsjón, umræða um hjálmanotkun.

Vor, umsjón. „Elskaðu lífið“, skyndihjálp

Velferð, kynheilbrigði og jafnrétti

Heildstætt yfirlit um námsefni á sviði jafnréttis, kynheilbrigðis og velferðar má finna á vef Menntaklifsins: http://www.menntaklif.is/velferd-barna-i-gardabae/fraedsluyfirlit/

·       Kynfræðsla

Haust, náttúrufræði

Haust, náttúrufræði

Vor, umsjón: HIV Ísland um kynsjúkdóma og HIV

·       Heilsu- og kynfræðsla, frá hjúkrunarfræðingi

Vor, náttúrufræði

Líkamsímynd

Jan-feb, náttúrufræði

Persónuleg mörk, getnaðarvarnir, kynsjúkd. o.fl.

Haust, samfélagsfr.

Ást og kynlíf, kynhneigð, ofbeldi

 

Vor, samfélagsfræði, ábyrgð á eigin heilsu

·       Blátt áfram, lífsleikni

Haust, umsjón

 

 

·       Kynjafræði og kynfræðsla. Gestafyrirlesarar (t.d. Tölum saman, Sigga Dögg eða Fokkme-fokkjú)

Vorönn, salur

Feb-mars: Garðalundur, salur

Feb-mars: Garðalundur, salur

·       Fáðu já, forvarnir gegn kynferðislegri misnotkun

 

Vor, náttúrufræði (kynjaskipti á móti „netöryggi“)

 

·       Hótel heimili

Vor, umsjón

 

 

·       Mannréttindi og jafnrétti kynjanna

Árlegt jafnréttisþing

Árlegt jafnréttisþing

Haust, samfélagsfr.

Árlegt jafnréttisþing.

·       Kynbundin starfshugsun

 

 

Vor, umsjón (námsráðgj.)

·       Kynheilbrigði og velferð: vinnubrögð í ofbeldisforvörnum

Árlega námskeið/upprifjun fyrir starfsmenn undir hatti „Velferð barna og ungmenna í Garðabæ“

Áfengi, tóbak og önnur fíkniefni

 

 

 

·       Munntóbak, Jón Jónsson

Vor, umsjón

 

 

·       Marita, gegn áfengis og vímuefnanotkun

 

Haust, stærðfræði

 

Netnotkun – stafræn borgaravitund

 

 

 

·       Ýmis verkefni s.s. verkefni úr gagnabanka SAFT; umræðuhópar um netnotkun; innlagnir fagkennara og umræður í tengslum við verkefni sem unnin eru á netinu; gestafyrirlesarar

Haust og vor, upplýsinga- og tæknimennt

Vor, náttúrfræði (á móti „fáðu já“)

Vor, umsjón

 

Velferð barna og ungmenna í Garðaskóla

Garðaskóli er aðili að verkefninu Velferð barna og ungmenna í Garðabæ sem hófst með styrk frá Sprotasjóði Menntamálaráðuneytisins árið 2013 og hélt áfram 2015 með styrk frá Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ. Markmið verkefnisins er að samhæfa verklag og vinnubrögð allra sem vinna með börnum og unglingum í bænum þegar grunur kviknar um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun. Undir hatti velferðar verkefnisins er líka haldið utan um fræðsluyfirlit um námsefni á sviði jafnréttis, kynheilbrigðis og velferðar. Verklag og nánari upplýsingar má nálgast á vef skólans.

Velferðar verkefnið hefur skýrar tengingar við þá aðila sem vinna að tómstundastarfi barna og unglinga í bænum. Það styður við forvarnaráætlun Garðaskóla og skapar samfellu í gegnum öll skólastig í Garðabæ á sviði forvarna og velferðar.

Í Garðaskóla hefur sérstök áhersla verið lögð á forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi og hefur skólinn átt gott samstarf við samtökin Blátt áfram á þessu sviði. Fræðsla frá Blátt áfram er hluti af umsjónar/lífsleiknikennslu í 8. bekk og námsráðgjafar fylgja henni vel eftir. Önnur fræðsla á sviði kynheilbrigðis fer fram í umsjón í öllum árgöngum í umsjónartímum og öðrum faggreinum, sérstaklega náttúrufræðinni.

Deildarstjórar og námsráðgjafar hafa yfirumsjón með forvörnum og viðbrögðum skólans ef upp koma tilfelli um kynferðislegt ofbeldi. Slíkt er ávallt litið alvarlegum augum og vísað til barnaverndaryfirvalda eins og lög gera ráð fyrir.

Forvarnir gegn notkun áfengis, tóbaks og annarra fíkniefna

Starfsfólk og stjórnendur Garðaskóla fylgjast vel með nemendum skólans í daglegu starfi. Ætlast er til að starfsfólk þekki einkenni sem einstaklingar sýna samhliða neyslu á ávanabindandi efnum og bregðist ákveðið við ef grunur kviknar um að nemandi sé að neyta slíkra efna. Í skólareglum eru settar skýrar marklínur í þessum efnum: „Við ástundum heilbrigðar lífsvenjur, snæðum holla fæðu og hreyfum okkur reglulega. Garðaskóli er heilsueflandi skóli sem styður nemendur til heilbrigðra lífs- og neysluhátta. Við höfnum neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna.“

Ef grunur kviknar um að nemandi neyti vímuefna af einhverju tagi er alltaf haft samband við forráðamenn og unnið úr málinu í samráði við þá. Mál eru unnin í samræmi við gildi og vinnubrögð Garðaskóla eins og þeim er lýst á vefnum Samskipti og skólaandi. Neysla áfengis og annarra fíkniefna er ávallt tilkynnt barnaverndaryfirvöldum eins og lög gera ráð fyrir. Þegar þörf er á ráðgjöf og eftirfylgni mála er leitað til skólahjúkrunarfræðings og annarra sérfræðiaðila.

Stjórnendur Garðaskóla og Garðalundar fylgjast á hverju ári með niðurstöðum rannsóknarinnar Ungt fólk – Hagir og líðan sem gefur upplýsingar um neysluvenjur, hegðun, tengslamyndun og líðan barna í 5.-10. bekk á Íslandi. Ákvarðanir um hvaða gestafyrirlesarar eru fengnir til að vinna með nemendum skólans eru m.a. teknar út frá þeim þörfum sem birtast í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Forvarnir á sviði netnotkunar

Netheimurinn er daglegur hluti af lífi barna, unglinga og fullorðinna. Internetið er vettvangur náms, samskipta og vaxtarmöguleika af ýmsu tagi. En ofnotkun netsins getur haft alvarlegar afleiðingar: líkamlegar, andlegar og félagslegar. Í Garðaskóla er lögð áhersla á að nýta netið og snjalltækni á ábyrgan hátt þannig að það gagnist í námi. Í tölvu- og netstefnu skólans eru settar skýrar marklínur sem fylgt er eftir í daglegu starfi. Í upplýsingatækni í 8. bekk og verkefnum innan flestra annarra faggreina er fjallað um ábyrga hegðun við öflun upplýsinga, notkun á netinu og í samskiptum á netinu.

Ef nemandi verður uppvís að óábyrgri netnotkun er tekið á málinu í samræmi við verklag skólans, þ.e. á uppbyggilegan hátt. Nemanda er gefið tækifæri til að leiðrétta hegðun sína og foreldrar eru upplýstir um málið. Ef upp koma mál þar sem grunur leikur á að um einelti á netinu sé að ræða er unnið úr málum skv. eineltisáætlun skólans.

Starfsmenn skólans og félagsmiðstöðvar fylgjast með niðurstöðum rannsóknarinnar Ungt fólk – Hagir og líðan og bregðast við þeirri netnotkun sem þeir verða varir við í daglegu starfi. Jákvæð netnotkun er nýtt til góðra verka og neikvæð notkun er stöðvuð og leiða leitað til að koma málum í betri farveg. Starfsfólk leitar markvisst til sálfræðinga og annarra aðila sem vinna að lausnum fyrir þá einstaklinga sem ofnota netið og missa fótanna vegna þessa. Áhersla er lögð á að starfsmenn, jafnt sem nemendur, fái reglulega fræðslu um strauma og stefnur í netnotkun ungmenna þannig að þeir viti hverju ástæða er til að fylgjast með, hvar hættur geta legið og hvernig best sé að bregðast við.

Viðbrögð við óábyrgri hegðun

Í Garðaskóla er lögð áhersla á að fyrirbyggja neikvæða hegðun með öflugu stoðkerfi sem styður við nemendur námslega, félagslega og tilfinningalega. Umsjónarkennarar fylgjast náið með umsjónarnemendum sínum og halda sterkum tengslum við heimilin. Starf deildarstjóra, námsráðgjafa og námsvers miðar allt að stuðningi við einstaklinga og hópa í skólanum.

Starfsfólk Garðalundar vinnur náið með starfsfólki skólans að því að fylgjast með nemendum í daglegu starfi, bjóða fjölbreytta dagskrá verkefna utan skólatíma og bregðast við neikvæðum mynstrum sem upp kunna að koma í nemendahópnum. Forstöðumaður Garðalundar situr í nemendaverndarráði Garðaskóla. Ráðið styður við bakið á starfsmönnum með ráðgjöf og úrræðum innan og utan skóla.

Nemendur vita að sömu reglur gilda í skóla og félagsmiðstöð og mörk er skýr varðandi neyslu vímugjafa og samskipti nemenda bæði í raunheimi og netheimi. Þessar reglur eru tilgreindar í skólareglum og á vefnum Samskipti og skólaandi. Viðbrögð við brotum á marklínum fara eftir þunga og eðli brots. Í öllum tilvikum er varða skaðlega neyslu eða sjálfsskaðandi hegðun er nemendum gert að sækja fræðslu hjá hjúkrunarfræðingi og/eða námsráðgjafa um skaðsemi viðkomandi neyslu eða hegðunarmynsturs. Öll brot varðandi neyslu áfengis eða annarra vímugjafa eru tilkynnt forráðamönnum og þeir kallaðir til viðtals með börnum sínum. Slík brot eru einnig tilkynnt félagsmálayfirvöldum. Brot af þessu tagi hafa verið sjaldgæf á undanförnum árum.

English
Hafðu samband