Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Við innritun nýrra nemenda er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Innritunareyðublað er rafrænt á Minn Garðabær.
  • Forráðamenn nýrra nemenda eru beðnir um að hafa samband við deildarstjóra viðkomandi árgangs til að fá nánari upplýsingar um skólann og innritunarferlið. Skrifstofa skólans tekur við símtölum og beinir þeim áfram til allra starfsmanna, síminn er 590 2500.

Úr sjöunda í áttunda bekk 

Innritun nemenda í 8. bekk fer fram í mars ár hvert. Skóladeild auglýsir kynningarfundi Garðaskóla og nánari upplýsingar um ferlið úr sjöunda í áttunda bekk má finna hér á vef skólans. Nemendur geta skilað óskum um vini sem þeir vilja vera með í bekk (vinaval). Skólinn tryggir að a.m.k. annar aðilinn verði bekkjarfélagi í 8. bekk. 

Innritun nemenda á miðju skólaári 

Nemendur eru innritaðir í skólann allan ársins hring og starfsfólk leggur sig fram um að taka vel á móti öllum áhugasömum. Móttaka nýrra nemenda fer fram samkvæmt vinnuferli innan skólans, sjá nánar hér.

Innritun nemenda af erlendum uppruna

Við innritun nemenda af erlendum uppruna þarf að huga að ýmsum atriðum og þá er fylgt sérstakri móttökuáætlun. Einnig eru í Garðaskóla vinnureglur um kennslu og félagslega aðlögun nemenda af erlendum uppruna.

English
Hafðu samband