Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Allir sem starfa í Garðaskóla hafa þörf fyrir:

  • Að vera örugg
  • Að skipta máli
  • Að njóta umhyggju
  • Að geta notið frelsis
  • Að gleðjast og njóta lífsins

 

Í Garðaskóla viljum við að allir fái tækifæri til að uppfylla þessar grunnþarfir sínar á jákvæðan hátt án þess að skaða aðra.

Til þess að tryggja öryggi og vellíðan allra sem starfa í skólanum megum við ekki uppfylla þarfir okkar á neikvæðan hátt – á kostnað annarra. En við erum öll mannleg og það getur hent okkur að skaða aðra með orðum eða gjörðum. Þegar það gerist verðum við að viðurkenna mistök okkar og gera áætlun um að leiðrétta þau. Þegar við tökum þannig ábyrgð á sjálfum okkur lærum við af mistökum okkar og styrkjum sjálfskennd okkar og sjálfsvirðingu. Við styrkjumst, verðum reynslunni ríkari og stefnum jákvæð að okkar besta í námi og samskiptum við aðra í skólanum.

Eftir 11-12 ára aldur hefur heili ungmenna þroskast úr barnsheila í heila fullorðins manns. Unglingar hafa öðlast þroskaða rökhugsun og vitsmuni. Reynsluheimurinn er þó enn að mestu reynsla barnsins. Á unglingsárum eykst þroski dag frá degi og mikilvægt er að unglingur nýti þennan dýrmæta tíma til að kynnast sjálfum sér, efla sjálfstraust, siðferðiskennd og verða þroskaður einstaklingur sem stýrir eigin lífi til fullorðinsára sem bíða skammt undan.

Við upphaf skólagöngu í Garðaskóla er nemendum kennt að þekkja grundvallar þarfir sínar og tengja þær við styrkleika sína og veikleika. Þetta er gert til að ýta undir sjálfsskilning og þar með sjálfsstjórn einstaklingsins.

 

English
Hafðu samband