Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
Fundur stjórnar með bekkjarfulltrúum + aukaaðalfundur, 25.9.2012 20:00
Mætt: Stjórn Kristbjörg, Dórothea, Björn. Ragnar Gíslason skólastjóri, Gunnar Richardson Garðalundi. 19 foreldrar (12 úr 8.bekk, 6 úr 9.bekk, 1 úr 10.bekk), þar af flestir bekkjarfulltrúar.

Dagskrá: Kynning á stjórn, hlutverki foreldrafélags og bekkjarfulltrúa. Skipað í stjórn og nefndir. Samstarf skóla og foreldrafélags. Kynning á skoðanakönnun. Kynning á félagsstarfi og foreldrarölti. Önnur mál/spjall.

Vegna dræmrar mætingar á hefðbundunum aðalfundi í maí sl., þá náðist ekki að klára að skipa í stjórn. Aukaaðalfundi er því skeytt saman við hefðbundinn haustfund stjórnar með bekkkjarfulltrúum.

Kristbjörg kynnti stjórnina, hlutverk foreldrafélags o.fl. Sjá powerpoint-glærur #LINKUR#.
Stjórnin þarf fleiri meðstjórnendur; meðstjórnandi og varamaður í skólaráði, meðstjórnandi og fulltrúi í matarnefnd og svo meðstjórnandi og gjaldkeri. Sjá framboð að neðan.

Dórothea kynnti hlutverk bekkjarfulltrúa.
Fyrirspurnir frá foreldrum varðandi foreldrarölt. Áætlun þar sem búið er að raða kvöldum niður á bekki verður send út bráðlega. Spurt var hvort bekkir væru tilbúnir að fara oftar en einu sinni á vetri, engin mótmæli. Foreldrarölt er ekki síst fyrir foreldrana sjálfa til að kynnast innbyrðis og nærumhverfinu.
Á heimasíðunni er hugmyndabanki sem bakkjarfulltrúar geta leitað í til að skipuleggja atburði. Morgunkaffi reyndist vel í fyrra, það er góð hugmynd sem fleiri bekkir geta leikið eftir.

Skoðanakönnun foreldrafélags og gæðanefndar Garðaskóla frá síðasta vori kynnt (sjá http://gardaskoli.is/pages/4436). Það kemur vel til greina að framkvæma hana árlega. Ragnar hlynntur því, sérlega ef hún einföld.

Rætt um félagsgjald (ein af niðurstöðum skoðanakönnunar). Lagt til að þetta sé frjálst framlag, 1500 kr á fjölskyldu fyrir heilan vetur, sem gæti gefið um 300.000 kr per ár. Samþykkt.
Ábendingar um að það er ekki ljóst hvernig er hægt að rukka þetta. Reynsla frá öðrum skólum er að foreldrar vilja fá svona rukkanir í netbanka, sem gæti líka aukið hlutfall þeirra sem borga. Á hinn bóginn þýðir það að stjórnin þyrfti að fá aðgengi að kennitölum foreldra, auk þess þyrfti e.t.v. að greiða fyrir þjónustuna. Að öðrum kosti þyrfti að senda út tilmæli og reikningsnúmer til að borga inn á, en þá má búast við að einungis þriðjungur foreldra borgi.
Foreldrar á fundinum vildu láta skilgreina betur hvað svona sjóður væri notaður í. Slíkt mætti skilgreina með dæmum, t.d. kostnaður við rútuferð á atburð þ.a. nemendur þurfa ekki sjálfir að mæta með pening. Foreldrar virtust almennt hlynntir því að svona sjóður væri fyrir börnin, en síður/ekki fyrir hluti sem skólinn/sveitarfélag ætti að fjármagna, t.d. væri ekki notaður til tækjakaupa.

Ragnar fallaði um samstarf skólans við foreldra. Kynnti skólaráð, sem er í raun „stjórn skólans“ með fulltrúum foreldra, nemenda, kennara og fulltrúa grenndrarsamfélagsins (Garðalundur). Fundargerðir þess má finna á heimasíðu skólans (sjá http://gardaskoli.is/pages/3008). Skólinn vill vinna sem mest með foreldrum.

Gunnar kynnti starf Garðalundar. Engar stórar breytingar hafa verið gerðar gegnum tíðina, heldur byggt á því sem virkar. Krakkarnir eru mjög góðir, en breytingar á samfélagi er sýnilegar, t.d. meiri tölvunotkun. Foreldrar ættu að hvetja börnin til þátttöku í viðburðum Garðalundar. Foreldrar mega líka bjóða sig fram til að vinna fyrir Garðalund, t.d. kynna eitthvað sem þeir þekkja/kunna (Garðalundur safnar slíku saman til að geta gripið í eftir þörfum). Þátttaka foreldra í t.d. foreldrarölti sparar pening sem má þá nota í annað.
Samskiptafletir út á við eru Facebook og plaköt gagnavart krökkunum, en vefsíðan http://www.gardalundur.is gagnvart foreldrum.
Fyrirspurn um snertiflöt við Sjálandsskóla. Í fyrra fór nokkur vinna í að byggja upp starfið þar. Í sumum verkefnum geta Garðaskóli og Sjálandsskóli unnið saman, en í öðru gengur það ekki upp.

Kosning í stjórn og nefndir. Eftirfarandi fundargestir buðu sig fram:
Meðstjórnandi, Katrín Helgadóttir (8.GS).
Fulltrúi foreldra í skólaráði (utan stjórnar), Kristín Helgadóttir (8.MT).
Matarnefnd, Hanna Lilja Jóhannsdóttir (8.MT) og Björgvin Harri Bjarnason (8.IW). Áður hafði Hafdís Bára Kristmundsdóttir boðið sig fram.

Fundi slitið 21:30
Ragnar sýndi síðan áhugasömum foreldrum framkvæmdir í nýjum náttúrurfræðistofum.

English
Hafðu samband