Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
7. fundur stjórnar, 18. apríl 2013 21:00
Mætt: Kristbjörg, Katrín, Björn, Brynhildur skólastjóri, Ingibjörg aðstoðarskólastjóri.

Dagskrá: Samtal við skólastjórnendur.

Rætt um verkefni sem 8. bekkur hefur ræst, þ.e. Góðgerðanefnd Garðaskóla. Ánægja með framtakið.

Rætt um bréf foreldrafélags með fyrirspurnum til skólastjórnenda.

Rýmingaræfing (brunaæfingar) hafa ekki verið haldnar um árabil. Þrátt fyrir það hefur töluverð baksviðsvinna verið unnin, en það vantar herslumun til að framkvæma þetta. Vantar t.d. merkingar í húsi, verður gert í samstarfi við slökkvilið og eignasvið bæjarins. Hefur ítrekað verið rætt innan skólans. Vilja gjarnan fá þrýsting frá foreldrum, næsta stjórn ýti á skólann varðandi þetta. Yrði líklega haldið að hausti. Fyrsta rýming yrði að vera vel skipulögð og með vitneskju allra.

Upplýsingagjöf frá Garðalundi til foreldra er ennþá ekki nógu góð. Skv skóla hefur starfsfólk Garðalundar verið verið í nokkrum vandræðum með að reka heimasíðuna, auk þess hafa blandast inn í þetta vangaveltur um samstarf/-þættingu við heimasíðu skólans. Skólinn mun ýta eftir þessu.

Val á nemendum í Comeniusar-verkefnið olli ýmsum nemendum vonbrigðum og sumum fannst þeir upplifa höfnun. Skólinn veit af þessu. Margir höfðu leitað til stjórnar skólans sem útskýrðu þá hvernig valið hefði farið fram. Skv. Brynhildi hefur valið alltaf verið sársaukafullt, en að þessu voru nokkrir óþarfa hnökrar (vantaði upplýsingaflæði, valferlið lokað). Hluti af því sem skólanum finnst skipta máli er að nemendur standi þannig að þeir þoli að vera frá námi og að þeir séu góðir fulltrúar, en síðan er eitthvert slembival. En þetta hefði líka verið hægt með opnara ferli en var viðhaft núna. Skólinn fagnar því að áhugi nemenda var meiri nú en fyrri ár.

Einelti. Rætt um hugmynd foreldrafélags að á Eineltisdegi (8.nóv) verði námsráðgjafar með kynningu fyrir foreldra þar sem rætt verði um stöðuna á einelti innan skólans. Námsráðgjafar hafa haldið vel utanum þennan dag undanfarin ár. Skólastjórn mun koma hugmyndinni áleiðis til námsráðgjafa. Ábending frá Katrínu að sumum nemendum þótti dagurinn ekki nógu góður síðasta nóv.
(umræðum um bréfið lokið)

Heimasíða skólans. Yfirfærsla frá gamla yfir á nýja vef hefur ekki tekist fullkomlega, sumar síður með upplýsingum til foreldra duttu út. Hefði verið gott að komast í gömlu heimasíðuna fullum fetum (staðan í haust og núna sú að gamla heimasíðan er brotin hér og þar). Foreldrafélag saknar sérlega einnar síðu sem innihélt uppskrift að bekkjarkvöldi. Skólinn mun spyrja Guðrúnu tölvuumsjónarmann.

Vorferðir 8. og 9. bekkjar. Foreldafélag og skólastjórn hafa ekki enn leitað eftir upplýsingum hvað stendur til. En ljóst er að ferð eins og sú sem 9.bekkur fór í fyrra verður ekki farin núna, heldur verður hún styttri og ódýrari. Að því sögðu þá er óvíst hvort verð hafi skipt höfuðmáli varðandi dræma þátttöku í fyrra (15.000 kr, 60% þátttaka).

Bekkjarkvöld. Morgunfundir með foreldrum og krökkum þykja hafa tekist mjög vel.

Aðalfundur foreldrafélags verður e.t.v. miðvikudaginn 15.maí. Núverandi stjórnarmeðlimir eru allir að hætta. Þrír foreldrar nemenda úr 8.bekk eru búnir að gefa kost á sér í nýja stjórn. Skólinn gæti e.t.v aðstoðað við að koma skilaboðum til foreldra barna sem eru að klára barnaskóla og eru búnir að skrá sig í Garðaskóla. Munu skoða málið.

Önnur málefni:
Rætt um Handbók foreldafélags sem er á heimasíðu skólans (undir Foreldrar/Foreldrafélag). Er byggt á handbók frá Heimili og skóla, en hefur ekki verið staðfærð að skólanum síðan 2006.
Hugmynd um námskeið fyrir bekkjarfulltrúa. Í því samhengi væri heppilegt að ræða við Grunnstoð (Kristbjörg).

Rætt um matarmál. Það er viss óánægja meðal nemenda. Brynhildur benti á að matsalan er mjög lítil rekstrareining og þar með óhagkvæm. Margir vilja láta byggja eigið mötuneyti í skólanum, en það er pólitísk ákvörðun. Foreldrar eru þrýstihópur sem getur haft áhrif á ákvörðun um slíkt.

Heimili og skóli hafa auglýst fund á 22.apríl um aðalnámsskrá.

Rætt um símanotkun nemenda sem er stundum óhófleg. Skólastjórn áætlar að senda bréf til foreldra um þetta vandamál.

Fundi slitið 22:50

English
Hafðu samband