Foreldrafélag Garðaskóla
3. fundur stjórnar, 6. nóvember 2012 kl. 20:00
Mætt: Kristbjörg, Dórothea, Katrín, Björn foreldrafélag. Ragnar, Brynhildur Garðaskóla.
Dagskrá: Fundur stjórnar foreldrafélags með skólastjórnendum.
Svona fundir gagnlegir. Haldnir einu sinni fyrri vetur, gæti verið gott að hafa einn fund per önn.
Brynhildur ræddi um eineltisáætlun skólans, en eineltisdagurinn verður haldinn fimmtudaginn 8.nóv. Ragnar lýsti farveginum í eineltismálum. Námsráðgjafar eru lykilstarfsmenn í þessum málum, sem vinna málin í umboði skólans. Skólinn hefur 1,6 stöðugildi námsráðgjafa, lágmark er 0,9. Ef málin er þess eðlis að um viðurlög sé að ræða, þá fyrst er málinu vísað formlega áfram til skólastjóra. Hins vegar eru reglulega haldnir fundir vinnuhópa sem vinna þessi mál, þannig að skólastjórnendur telja sig hafa góða yfirsýn yfir stöðuna í skólanum.
Eineltisáætlun skólans er sívirk, hana má finna á heimasíðu skólans.
Einelti á sér stað, en er ekki liðið. Sem dæmi má nefna hótanir um kaffæringar í snjó, sem skólinn túlkar sem ofbeldi. Foreldrar og nemendur verða upplýstir um viðurlög við þess háttar valdbeitingu.
Rætt um rafrænt einelti. Það er ekkert formlegt eftirlit með því í skólanum, en það hefur verið mikil vitundarvakning í þessum málum.
Of mikil símanotkun er visst vandamál. Það eru fá dæmi um óviðurkvæmilegar upptökur eða aðra slíka notkun á símum.
Hafþór hjá SAFT (www.saft.is) hefur haldið kynningar fyrir nemendur og kennara innan skólans, og fyrir foreldra í Garðabæ.
Spurt hvort kennarar megi vera t.d. facebook-vinir nemenda. Það eru engar reglur um slíkt, en þetta hefur verið rætt meðal kennara og þeir almennt sammála að slíkt sé ekki gert. Hins vegar vill skólinn ekki heldur loka á tæknina, þetta getur verið öflugt tól.
Rætt um Gagn og gaman daga. Margir nemendur skiluðu ekki inn miða, e.t.v. vegna óánægju með framboð á atburðum. Það fer mikil vinna í það að skipa í hópa, en reynt er að nota lýðræðislegar aðferðir til að tryggja að nemendur fái a.m.k. eitthvað sem þeir höfðu valið. Spurning hvort valið þurfi alltaf að ná yfir alla þrjá dagana.
Skólastjórnendur ræddu um „skólavogina“, en þar er gerð könnun meðal úrtaks foreldra og kennara. Könnunin er rafræn og stöðluð, en gefur möguleika á að bæta inn eigin spurningum. Skólavogin getur þannig komið í stað könnunar eins og foreldrafélagið og gæðanefnd skólans framkvæmdu í mars 2012. „Skólapúlsinn“ er síðan könnun meðal nemenda.
Rætt um kortlagningu forvarna, sem foreldrafélagi langaði að leggja áherslu á í vetur. Sem dæmi varðandi kynfræðslu, kynjafræði og fjármálalæsi. Skólastjórnarnur telja að það sé tekið á þessu efni innan lífsleikni.
Miklu máli skiptir að skólinn hafi upplýsingar um hvað er að gerast innan skólans og meðal unglinganna. Varðandi neikvæð „trend“, þá reynir skólinn að átta sig á mynstrum sem gefa slíkt til kynna og starfsfólk getur þá brugðist við því. Slíkt getur verið í óformlegum farvegi, án sterkra viðbragða. Einstaklingsráðgjöf hjá námsráðgjöfum er stundum líka beitt.
Fjöldi nemenda í dag er 390, í 16 bekkjum. Skólastarf gengur rólega fyrir sig. Það var gert átak í að draga úr umferð rafmangsvespa, það gekk vel.
Rætt um matarmál. Skólinn hefur nú skráð sig í verkefnið Heilsueflandi grunnskóli, en það er ekki komið formlega í gang. Þau munu leita til Lýðheilsustöðvar (Embætti Landlæknis) til að fá ráðgjöf, en telja jafnframt að Flensborg sé góð fyrirmynd.
Skólastjórnendur ræddu við bekkina, nemendur telja matarmál skipta miklu máli. Nemendaráð gerði samanburð á verði matvöru hjá Skólamat og í nálægum búðum og kom þá í ljós að Skólamatur er nokkuð dýrari. Nemendaráð hefur skrifað bréf með ýmsum ábendingum, sem ráðið og Ragnar munu ræða við Skólamat á fundi. Skólastjórnendur mundu gjarnan vilja láta ráða matráð og nota eldhúsið til að elda mat fyrir nemendur og kennara. Þetta er hins vegar pólitísk spurning.
Varðandi Skólakortið, þá kostar það skólann (Garðabæ?) um 300.000 kr ári að nota það (leyfisgjöld fyrir hugbúnaðinn).
Rætt um Hagkaup. Hópar nemenda sækja þangað, en lítið gos sést í skólanum. Starfsfólk Hagkaups er ánægt með nemendur og segir þá koma vel fram.
Nemendur eru stundum þreyttir og illa sofnir í skólanum.
Skólinn hefur verið að skoða hugmyndir um að breyta stundatöflunni verulega, þ.a. hún verði í grunninn byggð á einnar klukkustundar kennslustundum. Slíkt er mikið verkefni og að hluta til pólitískt.
Rætt um heimanám. Fjárráð skólans minnkuðu í kreppunni, þannig að hann hefur nú minni tök á að aðstoða nemendur á ýmsan hátt.
Skólastjórnendur sýndu fyrstu niðurstöður úr samræmdum prófum. Garðaskóli stendur mjög vel samanborið við aðra skóla.
Námsverin virka mjög vel. Hugmyndin er fengin frá Finnlandi. Nemendur geta fengið aukaaðstoð í lengri eða skemmri tíma, innan afmarkaðs námsefnis.
Rætt um sjóð sem mundi byggjast upp af frjálsu framlagi foreldra, 1500 kr per fjölskyldu. Skv upplýsingum frá bæjarskrifstofu þá má foreldrafélagið fá upplýsingar um kennitölur foreldra, og gæti þar með sent reikning inn í heimabanka foreldra. Í vetur verður það ekki gert, heldur send tilmæli í tölvupósti um að greiða inn á reikning og látið reyna á hve vel það reynist. Foreldrafélag hefur áður haft svipaða sjóði, og þá voru reikningarnir skráðir á kennitölu skólans. Hið sama mætti gera núna. Foreldrafélagið þyrfti að útvega endurskoðendur, en endurskoðandi hjá Garðabæ kæmi einnig að þessu.
Rætt um verkefni sem reynt hefur verið að safna fyrir áður fyrr, t.d. „passa barn“.
Rætt um samspil og skólaleikritið.
Fundi slitið 22:40