Foreldrafélag Garðaskóla
4. fundur stjórnar, 27. nóvember 2012 kl. 20:00
Mætt: Kristbjörg, Dórothea, Katrín, Björn.
Dagskrá:
Starfsemin í vetur
Fundur Björns og Dórotheu með nýrri matarnefnd gekk vel, þetta er mjög áhugasamur hópur. Við kynntum það sem hafði verið gert undafarinn vetur. Þau ætla að vera í sambandi við skólastjórnendur til að fylgja eftir niðurgreiðslu máltíða.
Sjóður félagsins. Dórothea mun hafa samband við endurskoðanda bæjarins í janúar. Það eru ýmsar spurningar sem við þurfum svör við, t.d. hvaða kennitölu við getum notað á reikningi vegna sjóðins, hvort skólinn geti haldið utan um reikninginn. Við ættum að geta haft hliðsjón af því hvernig þetta er útfært í Hofsstaða- og Flataskóla.
Fundur með skólastjórnendum. Fengum skjal yfir ýmis verkefni sem skólinn tekur þátt í og tekur ekki þátt í. M.a. rætt um heilsueflandi grunnskóla sem er komið nokkuð vel áleiðis og lýstu viðbrögðum skólans við einelti, en það er vitað um dæmi þar sem ferlið hefur ekki virkað nógu vel. Foreldrafélag getur veitt aðhald.
Katrín er fulltrúi stjórnar í skólaráði, Björn er til vara.
Heimasíða skólans var nýlega uppfærð, og upplýsingar um foreldrafélagið og foreldrarölt hafa dottið út. Björn lagfærir í samvinnu við Garðaskóla.
Mat stjórnar er að það væri gagnlegt ef Garðalundur sendi foreldum tölvupóst um hina stærri viðburði, t.d. stór böll, stráka/stelpukvöld. Sumir framhaldsskólar gera þetta. Garðaskóli gæti fylgt þessu eftir.
Stjórn mun senda bréf til foreldra í kringum jólin, í sama anda og gert var í fyrra.
Umræða um stelpukvöld, en þau eru alltaf á nokkuð gráu svæði.
Umræða um grófa enska dægurlagatexta í útvarpinu, en í Bandaríkjunum tíðkast að ritskoða þetta. Það mætti taka umræðuna upp við Grunnstoð, Heimili og skóla eða SAMFOK.
Björn lýsti hvernig gekk með foreldraröltið í haust, en það var upp og ofan. Sumu starfsfólki Garðalundar var ekki ljóst að foreldrarölt væri í gangi. Björn hafði samband við félagsmiðstöðina í Sjálandsskóla og hún var jákvæð gagnvart foreldraröltinu og er í umræðu og nefnd hjá þeim. Foreldrarölt þyrfi einnig að vera á vorin, þá er meira um að krakkarnir eru út og þá fara líka fleiri að byrja að drekka. Höfum fest ísbúðina sem staðinn til að hittast á, og væri því ráð að prófa einhverja samvinnu við eiganda.
Rætt um að það er viss tregða/hræðsla við að trufla foreldra með tölvupósti.
Fundi slitið.