Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

9. grein Grunnskólalaga frá árinu 2008

Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.
Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
 

Markmið Foreldrafélags Garðaskóla

  • Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum
  • Efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans
  • Styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði
  • Koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál
  • Standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska

Hægt er að hafa samband við foreldrafélagið með því að senda tölvupóst á foreldrafelag.gardaskola@gmail.com. Auk þess heldur félagið úti Facebook síðu þar sem hægt er að fylgjast með starfi félagsins.

English
Hafðu samband