Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
2. fundur stjórnar, 16.október 2012 20:00
Mætt: Kristbjörg, Dórothea, Katrín, Björn.
 
Dagskrá:
Fundarplan vetrar. Verkefni vetrarins. Grunnstoðarfundur á morgun. Bréf frá Umboðsmanni barna. Önnur mál.
 
Rætt um frjálst framlag foreldra í sjóð sem félagið heldur utan um. Ákveðið að senda út tölvupóst þar sem hvatt er til að foreldrar borgi 1500 per fjölskyldu (opið fyrir meira) inn á bankareikning sem foreldrafélagið mun ráðstafa. Margir foreldrar hafa sterkar skoðanir á því í hvað slíkur sjóður er notaður, þ.a. þeir þurfa að fá einhverja hugmynd um það í boðunum sem send út.
 
Rætt um hvenær stjórn haldi fundi. Heppilegt að hafa þá á þriðjudögum í upphafi mánaðar, kl 20:00. Á næsta fundi (6.nóv) gæti verið gott að fá fund með skólastjóra. Stjórnin hélt einn slíkan fund s.l. vetur með Ragnari og Brynhildi, sem var mjög góður. Gætum haft einn fund á önn.
 
Rætt um foreldrarölt. Í fyrra hófst það í lok október, sama gæti verið heppilegt nú, þ.e. þar næsta helgi. Björn skipuleggur og sendir út til bekkjarfulltrúa. Bent á að fimmtudag 25.okt er ball í Sjálandsskóla, óljóst hve stórt það er.
 
Rætt um bekkjarkvöld. Stjórnin sendi tilmæli til bekkjarfulltrúa að fara að huga að þessu. A.m.k til foreldra 8. bekkinga, e.t.v. líka foreldra eldri bekkja. Nemendur hafa sína eigin fulltrúa innan hvers bekkjar, sem geta unnið með bekkjarfulltrúunum við skipulagningu viðburða. Á heimasíðu skóla er/var hugmyndabanki yfir hluti sem hægt er að gera.
 
Rifjað upp hvaða viðburðum innan skólans stjórnin kom að fyrri vetur, og þar með e.t.v. aftur núna. Oft var aðeins um milligöngu stjórnar að ræða, t.d. varðanda ferðir 8. og 9. bekkjar í fyrra sem var annars á vegum skólans.
 
Á fyrri fundi hafði stjórn komið með nokkrar hugmyndir um atriði sem væri gott að einbeita sér að í vetur; Kortlagning forvarna og fræðslu innan skólans, einelti.
Aðrar hugmyndir (Katrín): fjármálalæsi, uppbygging stjórnsýslu, ...
 
Stjórnin þyrfti að funda með matarnefnd til að koma þeim í gang (Björn og Dórothea voru í fyrra).
 
Fyrsti fundur Grunnstoðar er á morgun, og mun verða undirbúningur undir fund með bæjarstjóra.  Punktar sem stjórnin vill að sé rædd: Eineltismál, mat stjórnar að þrýstingur á skóla þarf að koma ofanfrá. Skoða hvort kennarar eða þjálfarar séu vinir krakkanna á t.d. Facebook, og hvort slíkt sé eðlilegt (öfugt við t.d. aðild krakka að Facebook- hópum s.s. Garðalundar eða deilda innan Stjörnunnar).
 
Kristbjörg rifjaði upp ýmislegt af því sem Grunnstoð var að vinna að s.l. vetur. (Nánari upplýsingar og fundargerðir má sjá á síðunni http://gardabaer.is/pages/3112).
 
Varðandi einsletismál, þá eru dæmi um að Garðaskóli hafi ekki verið með nógu markvissar aðgerðir þegar þeim hefur bent á einelti, eða hafi haft ómarkavissar boðleiðir innan skólans. Bent á að sum staðar erlendis er einelti ólöglegt, sem neyðir skóla til að hafa mikla formfestu í kringum úrlausn mála sem koma upp.
 
Umboðsmaður barna sendi bréf til foreldrafélagsins, þar sem rætt er um marga þætti sem þarf að huga að í skólastarfi. M.a. fjallað um brunaæfingar, en þær eru líklega ekki haldnar nógu oft í skólanum. Stjórnin mun kynna sér þessar ábendingar betur.
 
Rætt um kynfræðslu í skólanum. Hana má örugglega bæta, upplifun stjórnar að hún hafi lítið breyst undanfarin ár. Kynfræðsla skóla þarf að taka mið af breyttum veruleika þar sem krakkar hafa auðvelt aðgengi í gróft klám, og kynfræðslan þarf m.a. að vera mótvægi við þetta. Það gæti verið heppilegt að taka þetta upp við samtökin Heimili og skóli (http://www.heimiliogskoli.is/).
 
Fundi slitið 21:55
English
Hafðu samband