Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalfundur foreldrafélags Garðaskóla, haldinn 15. maí 2013 kl 20:00 til 21:00.
Mætt: Kristbjörg, Dórothea, Katrín, Björn úr stjórn, 8 foreldrar barna úr 8.bekk og 6 frá 9.bekk, Brynhildur skólastjóri.

Kristbjörg formaður stjórnaði fundinum. Efnisatriðin sem voru kynnt og rædd má flest finna í skýrslu stjórnar (sjá hér).

Hlutverk foreldrafélags kynnt, Kristbjörg sýndi síðu þess á vef skólans og benti auk þess sérstaklega á síðu skólans sem fjallar um einelti.

Hlutverk bekkjarfulltrúa kynnt, en flestir foreldrar á fundinum voru ekki bekkjarfulltrúar. Rætt um hvað hefur verið gert á bekkjarkvöldum, en það hefur reynst vel að hafa þau að morgni til. Foreldri kynnti metnaðarfullt verkefni í 8.IW sem fjallaði um sjálfboðaliðastarf. Þau fengu góðan stuðning frá skóla og vonast til að verkefnið dreifist til hinna 8. bekkjanna.

Foreldrarölt kynnt og urðu nokkrar umræður um það, m.a. um þá tilraun að hafa þetta líka á vorin þegar krakkarnir eru meira útivið í stað þess að hafa þetta bara á haustin þegar færri eru á ferli. Foreldrar sem tjáðu sig voru sammála að foreldrarölt á vorin sé æskilegt, en einnig kom fram sú hugmynd að hafa hauströltið fyrr á árinu, þ.e. meðan krakkarnir nenna ennþá að vera úti, óháð því hvenær leyfilegur útisvistartími breytist.

Samantekt af vinnu matarnefndar í vetur kynnt. Björgvin í matarnefnd spurði síðan foreldra álits á því að matsalan bæti við salatbar og að matur væri eldaður í skólanum. Það spannst heilmikil umræða í kringum þetta. Forledrar voru almennt hlynntir salatbar og að það væri slæmt að hin góða eldurnaraðstaða skólans væri ekki nýtt. Kristbjörg benti á að Grunnstoð hefði nýlega fundað með bæjarstjóra um m.a. eldunararaðstöðuna, sem benti aftur á ýmis vandkvæði því tengt. Matarnefndin getur ekki breytt þessu einsömul, foreldrar eru þrýstihópur sem hefur áhrif ef hann beitir sér. Rætt um mataraðstöðu nemenda, en með tvöföldum matartímum á að vera auðveldara fyrir nemendur að fá sæti við borð. Ábending frá foreldri um skort á glösum. Brynhildur benti á að skólinn hefur undanfarið verið með fjölnota plastglös en að nemendur fari illa með þau, þau séu skemmd eða þeim hent. Þessu fylgir mikill kostnaður en að lausn væri í skoðun. Foreldrar á fundinum töldu að skólinn hefði þá átt að láta foreldra vita, en að það yrði strax að útvega nemendum einhvers konar drykkjarílát.

Skólaráð Garðaskóla kynnt og ýmis verkefni vetrarins.

Grunnstoð Garðabæjar kynnt og verkefnin sem það hefur starfað við á þessum vetri. Grunnstoð fundar reglulega með bæjarstjóra og hefur getað þrýst á um ýmsar umbætur.

Reikningar eru engir, enda hefur foreldrafélagið engin fjárráð sem stendur. Samþykkt að fresta kosningu skoðunarmanna reikninga. Rætt um væntanlegan sjóð sem verður byggður upp með frjálsum hóflegum framlögum. Stjórnin hefur unnið að undirbúningi þannig að næsta stjórn geti strax komið þessu á koppinn. Sjóðurinn yrði notaður til að styrkja skólastarf í víðu samhengi, t.d. leigu á rútum ef nemendur býðst að fara á einhvern ókeypis viðburð.

Kristbjörg lagði til smávægilega breytingu á reglum um tímasetningu aðalfundar foreldrafélags. Reglan segir að aðalfundur skuli haldinn í apríl, en reyndin er sú að hann er oft haldinn í maí. Tillagan felur í sér að textanum verði breytt í “apríl eða maí”. Samþykkt.

Skipun í stjórn og nefndir.

Núverandi stjórn foreldrafélags Garðaskóla hættir öll, sem er frekar óheppilegt.
Fjórir foreldrar eru búnir að gefa kost á sér til setu í stjórn:
Kristín Einarsdóttir, kristine@althingi.is (með barn í 8TGB)
Alda Ásgeirsdóttir, aldaasg63@gmail.com (með barn í 8 bekk)
Edda Rósa Gunnarsdóttir, eddarosa@hjalli.is (með barn í 8 bekk)
Ellen Svava Guðlaugsdóttir, ellensvavag@hotmail.com (verður með barn í 8 bekk næsta vetur)

Matarnefnd verður óbreytt:
Björgvin Harri Bjarnason (8.IW)  bjorgvin@icelandair.is
Hafdís Bára Kristmundsdóttir  hafdis@hofsstadaskoli.is
Hanna Lilja Jóhannsdóttir (8.MT)  hannaliljaj@me.com

Fulltrúar foreldra í skólaráði Garðaskóla:
Kristbjörg Ágústdóttir  ka@fjolsvidur.is
Kristín Helgadóttir varamaður (8.MT)  kristin@fjardalax.is

Samþykkt.

Stjórnin þakkaði matarnefnd vel unnin störf, bekkjarfulltrúum 8.IW fyrir frábært framtak og skólastjóra fyrir gott samstarf. Kristbjörg afhenti öllum hvert sína jarðaberjaplöntu að gjöf.
Fundi slitið 21:00.

Eftir fundinn bættust þessir við í stjórn:
Hrönn S Steinsdóttir  hronns@kopavogur.is
Ólína Rakel Þorvaldsdóttir  olina@hefkapital.is
Núverandi stjórn mun funda með verðandi stjórn innan 3 vikna.

Það var sérlega ánægjulegt hve margir foreldrar sáu sér fært að mæta á aðalafundinn.
Stjórnin þakkar foreldrum öllum fyrir veturinn.

English
Hafðu samband