Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ráðgjöf um vinnubrögð og námstækni

Markmið fræðslu og ráðgjafar í námstækni er að nemendur kynnist hugsun, viðhorfum, námsaðferðum og námsvenjum sem rannsóknir og reynsla hafa sýnt að eru árangursríkar. 

Til að ráðgjöf í námstækni nýtist nemanda er mikilvægt að hann vilji sjálfur breyta eða bæta námsaðferðir og námsvenjur sínar.

Námsráðgjafi aðstoðar nemendur m.a. við: 

  • að skoða og meta eigin námsaðferðir og námsvenjur 
  • skipulagningu á námi 
  • minnistækni 
  • vinnulag í einstökum námsgreinum 
  • skipulagningu á prófundirbúningi og próftöku 

 

Hér má nálgast námstæknivegginn okkar, þar sem finna má námstækni tengda námsgreinum og fleira.

 
English
Hafðu samband