Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaheilsugæsla er á vegum Heilsugæslunnar í Garðabæ. Skólahjúkrunarfræðingur Garðaskóla er Aldís Erna PálsdóttirViðvera hjúkrunarfræðings í skólanum er frá kl. 8:10-12:00 alla virka daga.

Hægt er að hafa samband við hjúkrunarfræðinginn í tölvupósti; aldis.erna.palsdottir@heilsugaeslan.is, eða hringja á skrifstofu skólans í síma 590 2500.

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi hennar er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum Landlæknis. Í henni felast skimanir, viðtöl um lífsstíl og líðan, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. Nánari upplýsingar um starfsemi skólaheilsugæslunnar má nálgast á vef Landlæknisembættisins.

Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í samvinnu við foreldra/ forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem veita nemendum þjónustu. Starfsfólk heilsugæslunnar er bundið þagnarskyldu.

Skólahjúkrunarfræðingur, kennari eða skólaliði veita fyrstu hjálp ef slys ber að höndum. Ef barn veikist í skólanum eða meiðist alvarlega er haft samband við forráðamenn.

 

English
Hafðu samband