Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sálfræðingur frá skóladeild Garðabæjar starfar í Garðaskóla í hlutastarfi. Skólasálfræðingur Garðaskóla er Kristín Ósk Leifsdóttir.

Sálfræðingur hefur aðsetur á bæjarskrifstofum en er líka með viðtalstíma í Garðaskóla (nánari upplýsingar um viðtalstíma birtar síðar). Skrifstofa sálfræðings í Garðaskóla er í stjórnunarálmu. Skilafundir eru haldnir á skrifstofu deildarstjóra námsvers í stofu 205. Netfang skólasálfræðings er kristinle@gardabaer.is.

Sálfræðingur vinnur að forvarnastarfi í samvinnu við starfsmenn skóla meðal annars með kennslufræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningu á nemendum sem eiga í erfiðleikum sem hafa áhrif á nám þeirra. Sálfræðingur situr fundi í nemendaverndarráði aðra hvora viku og hittir stjórnendur og kennara í skólanum eftir þörfum. Hann skipuleggur og stjórnar skilafundum með nemendum, foreldrum og starfsmönnum skólans.

VERKSVIÐ SÁLFRÆÐINGS:

  • Athugun og greining á nemendum sem geta ekki nýtt hæfileika sína í námi og starfi og eiga í sálrænum, félagslegum eða námslegum erfiðleikum. 
  • Skipulagning á meðferðarúrræðum fyrir nemendur. 
  • Ráðgjöf og leiðbeiningar til foreldra og starfsmanna skóla um uppeldi og kennslu nemenda. 
  • Samvinna við einstaklinga og stofnanir sem fara með fjölskyldumál. 
  • Tengsl við félags- og heilbrigðissvið vegna barnaverndarmála. 
  • Öflun og miðlun upplýsinga.

UMSÓKNIR UM ÞJÓNUSTU

Í grunnskólum Garðabæjar er staðlað umsóknareyðublað sem foreldrar þurfa að fylla út og kvitta undir. Eyðublaðið má nálgast hjá deildarstjórum og á heimasíðu skólans.

Deildarstjóri námsvers heldur utan um umsóknir um þjónustu sálfræðings: tekur við eyðublöðum, sendir þær áfram til sálfræðingsins og heldur skrá yfir ferli mála. Slíkt yfirlit er aðgengilegt þroskaþjálfum, námsráðgjöfum, kennurum og stjórnendum skólans.

Athygli skal vakin á því að nemendur og foreldrar þeirra geta snúið sér beint til sálfræðingsins án milligöngu skólans.

 

English
Hafðu samband