Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þróunarverkefni í Garðaskóla

Starfsfólk Garðaskóla er duglegt að við að þróa vinnubrögð, verkferla og kennsluhætti í gegnum hin ýmsu þróunarverkefni sem styrkt eru af mismunandi sjóðum. Má þar meðal annars nefna Sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla, Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar og Endurmenntunarsjóð grunnskóla. 

Athygli er vakin á því að öll verkefni sem fá styrk frá Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar eru nú birt á sameiginlegu vefsvæði sjóðsins sem má finna hér.

Elfing hönnunar og forritunar í grunnskólum gegnum Eve3 og Spike Prime vélmennin frá Lego.

2019-2020

Fjármálafræðsla í Garðaskóla (pdf). Kennarar í samfélagsfræði þróuðu kennslu í fjármálalæsi við skólann, juku tímamagn í kennslu á efninu og fjölguðu verkefnum.

Heilsueflandi Garðaskóli (pdf). Hilmar Þór Sigurjónsson kennari hélt utan um verkefni sem hafði það að markmiði að auka áherslu á heilsueflandi þætti hjá nemendum og starfsmönnum Garðaskóla.

Upplýsingatækni og sköpun í hönnunarsmiðju (pdf). Hildur Rudolfsdóttir kennsluráðgjafi Garðaskóla hélt utan um verkefnið sem miðaði að því að bjóða leik- og grunnskólakennurum í Garðabæ á örnámskeið til að læra að nýta forrit og tæki sem til eru í skólunum til að auka sköpun í vinnu og miðlun nemenda.

Google Apps for Education myndbönd (pdf). Hildur Rudolfsdóttir kennsluráðgjafi Garðaskóla hélt utan um verkefnið sem fólst í gerð kennslumyndbanda um notkun á forritun innan Google Apps for Education umhverfisins. Myndböndin eru vistuð á https://www.upplysingataekni.com/

2018-2019

Frá rusli að vöru: Neytenda- og umhverfisvitund (pdf). Hildur Rudolfsdóttir kennsluráðgjafi Garðaskóla hélt utan um verkefnið sem unnið var í samstarfi við starfsmenn Plastplan á Íslandi Verkefnið fól í sér sérfræðiaðstoð við byggingu tveggja véla sumar 2018 sem staðsettar eru í smíðastofu Garðaskóla. Önnur vélin hakkar niður plast (e. shredder) og hin er vinnsluvél (e. extruder) sem býr til plastafurð, sem svo hægt er að vinna nánar með í skólanum. Verkefnið var unnið að fyrirmynd Precious Plastic samtakanna.

Meiriháttar málfræði (pdf). Verkefnið var unnið af tveimur dönskukennurum skólans: Erlu Karlsdóttur og Guðnýju Rut Gylfadóttur. Verkefnið fólst í gerð myndbanda sem ætlað er að styðja við nám nemenda á unglingastigi í danskri málfræði. Lokið var við gerð fimm myndbanda og eru þau aðgengileg á youtube rás Garðaskóla: https://www.youtube.com/playlist?list=PLXUYOwCELj2GDn0dpt8srR7s_zvdJmQcK.

Nýsköpun og vöruhönnun (pdf). Verkefnið var unnið af Heiðu Lind Sigurðardóttur kennara í Garðaskóla í samvinnu með Frumbjörgu, Frumkvöðlasetri Sjálfsbjargar. Heiða Lind þróaði verkefnið samhliða kennslu í valgreininni Nýsköpun og vöruhönnun í Garðaskóla, Garðabæ. Verkefninu var ætlað, auk annars, að hjálpa nemendum að þjálfa hönnunarhugsun (Design thinking) með því að setja sig í spor hreyfihamlaðra og finna lausnir á áskorunum því tengdu. 

Rafrænt námsmat í samfélagsfræði (pdf). Verkefnið var unnið af Hilmari Þór Sigurjónssyni, fagstjóra í samfélagsfræði í Garðaskóla. Verkefnið fólst í að leita leiða til að gera verkefnaskil nemenda rafræn. Leitað var að hentugum forritum til slíkrar vinnu með nemendum og prófað að leggja rafræn próf fyrir nemendur með google forms. Auka afurð af verkefninu var að kennari nýtti google forms til að fá endurgjöf nemenda á kennslu kennarans.

Velferð barna í Garðabæ (pdf). Verkefnið Velferð barna í Garðabæ stuðlar að samvinnu allra skólastofnana, íþrótta- og tómstundafélaga, heilsugæslu og öðrum stofnunum sem starfa með börnum á einhvern hátt, um heildstæða stefnu er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna. Innihald verkefnisins skiptist í:

  1. Heildstætt og samræmt verklag og vinnuaðferðir vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna, fyrir alla þá aðila sem starfa með börnum í Garðabæ.
  2. Fræðsluyfirlit sem nær yfir hugtökin ofbeldi, kynjafræði, jafnrétti og kynheilbrigði á víðtækan hátt og er ætlað börnum, ungmennum, starfsfólki og foreldrum.
  3. Námskeið A og B fyrir starfsmenn. Námskeiðin fjalla annars vegar um ofbeldi, vanrækslu og áhættuhegðun barna og hins vegar um kynheilbrigði, jafnrétti og sjálfsímynd.

Nánar má lesa um verkefnið á vefnum: https://www.menntaklif.is/

Verkefnabanki fyrir leiðsagnarnat í stærðfræði á unglingastigi. Verkefnið var unnið af Elenu Einisdóttur, fagstjóra í stærðfræði, sem leitt hefur innleiðingu á leiðbeinandi kennsluháttum í stærðfræðideild Garðaskóla. Með verkefninu eru lagður fram gagnabanki, fjöldi stærðfræðiverkefna sem ætlað er að auka leiðsögn í stærðfræðikennslu á unglingastigi.

ATið, atvinnutengt nám í Garðaskóla (pdf). Verkefnið miðaði að því að byggja upp atvinnutengt nám í Garðaskóla, jafnvel heila námsleið þar sem tengsl við atvinnulífið væru í forgrunni. Verkhlutar komust þó fæstir til framkvæmdar og var styrk því að mestu skilað til skóladeildar. Afrakstur verkefnisins var þó að samstarf náðist við nokkur fyrirtæki um að veita nemendum atvinnu meðfram náminu við skólann. Starfsfólk skólans hefur öðlast mikilvæga reynslu og getur nú boðið nemendum atvinnutengt nám með litlum fyrivara og góðu utanumhaldi.

2017-2018

Hönnun og tækni - Hönnun og tækni er valfag sem boðið var upp á í Garðaskóla skólaárið 2017-2018. Áhersla var lögð á innleiðingu „Maker hugmyndfræðinnar“ á sama tíma og nemendur skoðuðu helstu nýjungar í tækni. Sérstakt kapp var lagt á þátttöku stúlkna við kynningu valfagsins, en það var þó opið öllum. Hildur Rudolfsdóttir, kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni var ábyrgðaraðili og kennari valfagsins. Afrakstur verkefnisins má sjá á Upplýsingatæknisíðu Garðaskóla: https://www.upplysingataekni.com/honnunarsmidja

GERT - starfsfræðsla með áherslu á eflingu iðn- og tæknigreina. Verkefni undir stjórn Auðar Sigurðardóttur náms- og starfsráðgjafa. Styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ. 

Stafræn borgaravitund. Verkefni undir stjórn Hildar Rudolfsdóttur, kennsluráðgjafa, Ástu Huldar Henrysdóttur og Tryggva Más Gunnarssonar deildarstjóra. Í verkefninu var stefnt að því að auka þekkingu, færni og skilning kennara, foreldra og nemenda í 8. bekk á þeim raunveruleika sem fylgir því að búa í stafrænum heimi.

Leiðsagnarmat í grunnskólum Garðabæjar 2017-2018. Verkefni fimm grunnskóla í Garðabæ sem miðar að því að auka leiðsagnarmat í námi og kennslu.

Jafnrétti í Garðaskóla, lokið haustið 2019 (pdf). Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri í Garðaskóla og Kristján Hrafn Guðmundsson kennari héldu utan um verkefni sem miðaði að því að festa jafnréttisstarf og -umræðu í sessi innan skólans. Jafnréttisáætlun var sett saman, samfélagsverkefni nemenda sett á laggirnar og jafnréttisþing haldin, öflug jafnréttisnefnd heldur starfinu áfram á þeim grunni sem verkefnið lagði.

 

2016-2017

Vendikennsla í upplýsingatækni - vendikennslumyndbönd sem nýtast nemendum og kennurum. Styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ. Hildur Rudolfsdóttir.

Innleiðing nýsköpunar í textíl - nemendur í valfagi í textíl þróa hugmyndir um nýsköpun og endurnýtingu í samstarfi við kennaranema. Samstarfsverkefni Garðaskóla og Menntavísindasviðs HÍ. Verkefnið var styrkt af Sprotasjóði. Guðrún Björk Einarsdóttir.

Láttu tæknina vinna með þér - Markmið verkefnisins voru að fræða nemendur, kennara og foreldra um lesblindu og áhrif hennar á nám og starf.  Lögð var áhersla á að nemendur tæku ábyrgð á námi sínu og nýttu snjalltækni til að lágmarka áhrif lesblindunnar á dagleg verkefni.  Guðný Þóra Friðriksdóttir og Hildur Rudolfsdóttir.

GERT - Starfsfræðsla með áherslu á iðn- og tæknigreinar, Auður Sigurðardóttir

Listaverk sem sameiginleg ígrundun um tilfinningar og siðferðileg gildi - rannsókn Ingimars Waage á siðferðilegu gildi listkennslu.

Minecraft og rökfræði - þróun kennsluefnis, Kristian Guttesen

SKÍN - þróun kennsluhátta og innra mats, samstarfsverkefni með Hofsstaðaskóla

 

2015-2016

Upplýsingatækni í faggreinum - verkefni unnið í samstarfi við Álftanesskóla og Sjálandsskóla. Styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ.

SKÍN - þróun kennsluhátta og innra mats í samstarfi við Hofsstaðaskóla og Shoeburyness High School. Styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ og Sprotasjóði.

GERT - Starfsfræðsla með áherslu á iðn- og tæknigreinar, Auður Sigurðardóttir

Framþróunaráætlun Garðaskóla - Stjórnendur og fleiri vinna að stefnumótun og aðgerðaráætlunum

 

 

 

English
Hafðu samband