Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þróunarverkefni í Garðaskóla

Starfsfólk Garðaskóla er duglegt að við að þróa vinnubrögð, verkferla og kennsluhætti í gegnum hin ýmsu þróunarverkefni sem styrkt eru af mismunandi sjóðum. Má þar meðal annars nefna Sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla, Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar og Endurmenntunarsjóð grunnskóla. 

2016-2017

Vendikennsla í upplýsingatækni - vendikennslumyndbönd sem nýtast nemendum og kennurum. Styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ. Hildur Rudolfsdóttir.

Innleiðing nýsköpunar í textíl - nemendur í valfagi í textíl þróa hugmyndir um nýsköpun og endurnýtingu í samstarfi við kennaranema. Samstarfsverkefni Garðaskóla og Menntavísindasviðs HÍ. Verkefnið var styrkt af Sprotasjóði. Guðrún Björk Einarsdóttir.

Láttu tæknina vinna með þér - Markmið verkefnisins voru að fræða nemendur, kennara og foreldra um lesblindu og áhrif hennar á nám og starf.  Lögð var áhersla á að nemendur tæku ábyrgð á námi sínu og nýttu snjalltækni til að lágmarka áhrif lesblindunnar á dagleg verkefni.  Guðný Þóra Friðriksdóttir og Hildur Rudolfsdóttir.

GERT - Starfsfræðsla með áherslu á iðn- og tæknigreinar, Auður Sigurðardóttir

Listaverk sem sameiginleg ígrundun um tilfinningar og siðferðileg gildi - rannsókn Ingimars Waage á siðferðilegu gildi listkennslu.

Minecraft og rökfræði - þróun kennsluefnis, Kristian Guttesen

SKÍN - þróun kennsluhátta og innra mats, samstarfsverkefni með Hofsstaðaskóla

 

 

2015-2016

Upplýsingatækni í faggreinum - verkefni unnið í samstarfi við Álftanesskóla og Sjálandsskóla. Styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ.

SKÍN - þróun kennsluhátta og innra mats í samstarfi við Hofsstaðaskóla og Shoeburyness High School. Styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ og Sprotasjóði.

GERT - Starfsfræðsla með áherslu á iðn- og tæknigreinar, Auður Sigurðardóttir

Framþróunaráætlun Garðaskóla - Stjórnendur og fleiri vinna að stefnumótun og aðgerðaráætlunum

 

 

English
Hafðu samband