Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustið 2018 stóð Menntamálastofnun (MMS) að ytra mati á starfi Garðaskóla. Tveir matsmenn á vegum MMS heimsóttu skólann vikuna 19.-23. nóvember. Þeir heimsóttu fjölda kennslustunda, sátu fundi með starfsmönnum og tóku rýnihópaviðtöl við skólaráð, nemendur, kennara, aðra starfsmenn. Rafræn könnun var send til foreldra til að fá álit þeirra á starfi skólans. Auk þess rýndu matsmenn skólanámskrá og vef skólans.

Ytra mati er ætlað að styðja skóla við að auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum. Tilgangur matsins er einnig að afla upplýsinga um skólastarfið, árangur þess og þróun fyrir fræðsluyfirvöld, starfsfólk skóla, nemendur og foreldra. Matið er til að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla.

Myndræn framsetning á niðurstöðum ytra mats sem Garðaskóli fékk í nóvember 2018:

 Kynning með tali á niðurstöðum ytra mats í Garðaskóla 2018

Matsskýrsla Garðaskóla 2018

Bréf til foreldra í Garðaskóla um niðurstöður ytra mats

Umbótaáætlun Garðaskóla 2019-2020

Lokaskýrsla ytra mats Garðaskóla febrúar 2023

English
Hafðu samband