Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


Í desember 2013 var haldið skólaþing með þátttöku allra nemenda og starfsmanna. Þingið var undirbúið af kennurum og stjórnendum í samráði við fulltrúa úr Nemendaráði skólans.

Aðal umræðuefni þingsins var "mannréttindi". Dagskrá hófst á sal skólans þar sem erindi voru flutt af eftirfarandi aðilum:

  • Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna  sagði frá Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
  • Hjördís Eva Þórðardóttir starfsmaður UNICEF á Íslandi sagði frá því hvernig áhugi hennar á mannréttindum vaknaði í Garðaskóla og í gegnum störf í Garðalundi
  • Gunnar Einarsson bæjarstjóri fjallaði um mikilvægi þess að ungt fólk tæki þátt í samfélaginu og kæmi skoðun sinni á framfæri
  • Jasmín Ragnarsdóttir og Lilja Hrund Lúðvíksdóttir nemendur í 9. bekk fluttu erindi um valin atriði úr barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
  • Íva Marín Adrichem nemandi í 10. bekk flutti erindi um réttindi fatlaðra

Nemendur Garðaskóla eru ánægðir með skólann og telja hann standast þau viðmið sem sett eru með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þeir telja sig fá góða kennslu, gott svigrúm til félagslífs og góðan stuðning ef á því þarf að halda. Það birtast þó ólík sjónarmið varðandi atriði sem skipta mjög miklu máli í skólasamfélaginu. Um leið og flestir nemendur telja sig hafa gott svigrúm til að hugsa sjálfstætt og koma skoðunum sínum á framfæri þá er ástæða til að staldra við áhyggjur sumra af því að starfsmenn séu ekki alltaf tilbúnir að hlusta á skoðanir nemenda. Sama má segja um öryggi og samskipti nemenda, flestir telja skólann öruggan stað þar sem þeim líður vel og taka þátt í gefandi starfi. En einnig eru tekin dæmi um að einelti eigi sér stað, að nemendur úr minnihlutahópum lendi útundan og að líkamlegt ofbeldi eigi sér stað t.d. þegar nemandi hefur verið lokaður inni í skáp. Það er ánægjulegt í þessu samhengi að nemendur treysta skólaliðum mjög vel og telja þá gegna mjög mikilvægu hlutverki í að tryggja öryggi og vellíðan nemenda á göngum skólans. Að lokum er athyglisvert að um leið og nemendur telja sig fá góða forvarnarfræðslu þá hafa þeir áhyggjur af því að nokkrir nemendur í skólanum noti tóbak og önnur fíkniefni og að ekki sé tekið á þeim málum. Starfsfólk Garðaskóla mun taka þessi atriði til skoðunar og nýta sýn nemenda til að skerpa á stefnu skólans og bæta vinnubrögð enn frekar.

Myndir af skólaþinginu má skoða hér.

Niðurstöður skólaþingsins má lesa í eftirfarandi skjölum:

English
Hafðu samband