Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Unglingurinn stendur á þröskuldi fullorðinsáranna en er enn með annan fótinn í barnæskunni. Flestir unglingar fara klakklaust í gegnum þessi mótunarár. En ekki allir. Það er margt sem kallar, sumt jákvætt, annað neikvætt og umhverfið hefur mikil áhrif á valið. Margir unglingar umgangast fullorðna takmarkað og verja mestum tíma sínum með jafnöldrum. Þeir eru forvitnir og vilja gjarnan prófa ýmislegt. Þar á meðal eru vímuefni. Þeir sem stunda sölu á vímuefnum vita að margir unglingar eru auðveld bráð. Þeir sækja stíft í þennan hóp með von um skjótfengan gróða og trygga viðskiptavini til lengri tíma.
Unglingarnir okkar eru í hættu og við henni verðum við að bregðast. Ein leiðin er að taka þátt í foreldrarölti.

 

Samþykkjum ekki foreldralaus samkvæmi

English
Hafðu samband