Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ef nemandi er veikur eða kemst ekki í skólann af öðrum lögmætum ástæðum eru foreldrar vinsamlegast beðnir um að senda samdægurs skýringar á forföllum með tölvupósti (gardaskoli@gardaskoli.is) eða með símhringingu á skrifstofu skólans s: 590-2500.

Einnig geta aðstandendur sjálfir skráð inn veikindi með því að fara á Námfús.is.

  1. Á forsíðu er smellt á flísina "Ástundun".
  2. Í ástundund er smellt á "Tilkynna nemenda veikan".
  3. Svo er valinn dagur og smellt á "Tilkynna veikindi".

Leyfi þarf að sækja um fyrirfram. Leyfi sem varir brot úr degi og allt að tveimur skóladögum má sækja um með því að skrifa tölvupóst til skrifstofu skólans (gardaskoli@gardaskoli.is). Leyfi sem munu vara í þrjá daga eða lengur þarf að sækja um á vef skólans og eru þær leyfisbeiðnir afgreiddar af aðstoðarskólastjóra.

English
Hafðu samband