Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hér eru birtar námsáætlanir fyrir alla árganga og fög í Garðaskóla. Vinsamlegast veljið viðeigandi árgang úr fellilistanum til hliðar. Vinsamlegast athugið að sumar valgreinar eru kenndar í blönduðum árgangahópum í 9. og 10. bekk og eru þær undir Blandaðar valgreinar.

Lýsing á námi og kennslu í Garðaskóla er sett fram af kennurum til að koma á framfæri til nemenda markmiðum með þeim verkefnum sem unnin eru í skólanum. Viðfangsefni miðast við kröfur Aðalnámskrár grunnskóla. Hér er lýst þeirri hæfni sem nemendur eiga að ná á árinu og hvernig viðfangsefni þeir glíma við til að ná settum viðmiðum. Námsáætlunin gefur upplýsingar um þá leiðsögn og námsmat sem nemendum er gefið í námsgreininni. Námsáætlunin er lifandi skjal og birt með fyrirvara um breytingar.

Skóladagatal Garðaskóla má nálgast á vef skólans: http://gardaskoli.is/skolinn/skoladagatal/

Upplýsingar um heimanám og verkefni hverrar viku má nálgast á Innu. Nemandi ber ábyrgð á eigin námi og að standa skil á þeim þáttum sem teknir eru til námsmats. Ef nemandi missir úr kennslustund þarf hann að afla sér upplýsinga um heimavinnu og afla þeirra gagna sem þörf er á. Ef nemandi skilar ekki tilteknum þætti til námsmats getur það þýtt að lokamat geri ekki rétta grein fyrir hæfni hans.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
English
Hafðu samband