Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesblinda (dyslexia) hamlar fjölmörgum einstaklingum í bóknámi. Í grunnskólum Garðabæjar er markvisst skimað fyrir lestrarerfiðleikum og nemendum leiðbeint sérstaklega um lestur þegar þörf er á því. Yfirlit um skimanir og greiningar í Garðaskóla má lesa í læsisstefnu skólans. Deildarstjóri námsvers hefur yfirumsjón með öllum mælingum á lestri og framkvæmir Logos greiningar. Hann fylgist með framkvæmd læsisstefnunnar ásamt læsisteymi skólans.

Nemendur Garðaskóla sem hafa greiningu um lesblindu eiga rétt á eftirfarandi stuðningi og úrræðum:

 • … aðgangi að hljóðbókum í öllum námsgreinum 
  - Hljóðbækur frá Menntamálastofnun eru rafrænar og opnar öllum til niðurhals á vef stofnunarinnar www.mms.is. 
  - Nemendur með lesblindugreiningu hafa aðgang að hljóðbókum á Hljóðbókasafni Íslands og þar má nálgast hljóðbækur sem Menntamálastofnun gefur ekki út. 
 • … leiðbeiningar um notkun hljóðbóka, forrita og annarra hjálpartækja við lestur og nám. Það eru deildarstjóri námsvers og kennsluráðgjafi sem veitir leiðsögnina. Oft koma námsráðgjafar líka að þessum stuðningi og leiðbeina um námstækni.
 • … aðgangi að glærum kennara. Glærur eiga að vera aðgengilegar á vef skólans.
 • … sérúrræðum við próftöku t.d. hljóðskrám með öllum prófum (MP3 spilarar), séraðstæður í lokaprófum að vori og lengri próftíma. Deildarstjóri námsvers heldur utan um þessar þarfir nemenda og upplýsir þá. 

  Nánari upplýsingar og ráðgjöf má nálgast á eftirfarandi heimasíðum: 

  • http://lesvefurinn.hi.is/
  • http://www.lesblindir.is/ 
English
Hafðu samband