Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samkvæmt 17.gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, eiga nemendur sem að mati læknis geta ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda rétt til sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun.

Um einstaklingskennslu er að ræða sem fer eftir þörfum nemenda hverju sinni.

Skólastjóri ákveður hverju sinni hver fær notið sjúkrakennslu í samráði við fagaðila. Skólastjóri sækir síðan um úrræðið til Skóladeildar Garðabæjar.

Ef nemendur hafa misst úr skólagöngu vegna veikinda eða annarrar fjarveru geta þeir einnig fengið tímabundinn stuðning í námsveri.

English
Hafðu samband