Í Garðaskóla er vel fylgst með stöðu nemenda í lestri og námi almennt. Í mars ár hvert leggur Menntamálastofnun samræmd próf í ensku, íslensku og stærðfræði fyrir nemendur 9. bekkjar. Niðurstöður prófanna eru nýttar til að gefa nemendum upplýsingar um stöðu sína í kjarnagreinum og framfarir frá síðasta samræmda prófi.
Staða nemenda í lestri er mæld reglulega. Fylgst er með lestrarframvindu og framförum hjá nemendum með tilliti til skimana og greininga á lestrarerfiðleikum, sjá læsisstefnu Garðaskóla.
Greiningar á almennum þroska, athyglisbresti og ofvirkni, kvíða og/eða þunglyndi og fleiri þáttum eru unnar af skólasálfræðingi, sjá nánar á vef skólans.