Erasmus+ verkefni 2017-2019
Haustið 2017 hlaut Garðaskóli styrk til nýs Erasmus+ verkefnis og eru samstarfsskólarnir frá Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Finnlandi og Grikklandi. Verkefnið sem unnið verður 2017-2019 nefnist „Art Ventures in EUROPE - in search of common roots and perspectives” og felst í því að hver skóli velur ákveðið menningarsögulegt viðfangsefni og setur upp leiksýningu eða gerir stuttmynd byggða á verkinu. Í íslenska hluta verkefnisins kynnum við okkur Þrymskviðu, söguna á bakvið hana og norræna goðafræði . Nemendur skrifa svo handrit og gera stuttmynd þar sem að Þrymskviða er færð til nútímans. Hinn þáttur verkefnisins eru samskipti á netinu (Skype) og gagnkvæmar vikulangar nemendaheimsóknir milli nemenda í Garðaskóla annars vegar og nemenda samstarfsskólanna hinsvegar.
19 nemendum í 9. bekk stendur til boða að taka þátt í verkefninu. Þeir þurfa að vera tilbúnir til að taka þátt í verkefnavinnunni utan hefðbundins skólatíma og vera í samskiptum við og taka á móti erlendum jafnöldrum sínum. Á skólaárinu 2017-2018 eru 12 nemendur skráðir í valfagið Erasmus+ -nemandaskipti og hafa verið að vinna í verkefninu frá því í haust. Þessir nemendur njóta forgangs í vali á ferðum.
Nemendaheimsóknir eru sem hér segir:
23. – 30. apríl 2018 Nemendur frá öllum skólunum heimsækja Garðabæ
8. – 14. október 2018 2 nemendur úr Garðaskóla heimsækja Eretria í Grikklandi
19. – 26. nóvember 2018 4 nemendur úr Garðaskóla heimsækja Lleida á Spáni
14. – 20. janúar 2019 3 nemendur úr Garðaskóla heimsækja Lahti í Finnland
1. – 8. apríl 2019 2 nemendur úr Garðaskóla heimsækja Bari á Ítalíu
6. – 13. maí 2019 8 nemendur úr Garðaskóla heimsækja Teningen í Þýskalandi
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í Erasmus+ verkefninu, sækja um í gegnum tengilinn hér fyrir neðan og skrifa stutta greinargerð þar sem fram kemur af hverju þeir hafa áhuga á verkefninu og rökstuðningur fyrir af hverju viðkomandi ætti að verða fyrir valinu. Sérstök valnefnd fer yfir umsóknirnar og þar verður meðal annars tekið tillit til ástundunar, vinnusemi og enskukunnáttu.
Upplýsingabréf sem sent var heim
Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 6. febrúar 2018. Nánari upplýsingar gefur Halla Thorlacius.