Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Erasmus+ 

Garðaskóli hefur það á stefnuskrá sinni að innleiða spjaldtölvur í hinar ýmsu kennslugreinar enda hefur það sýnt sig að spjaldtölvur eru hagnýtar í kennslu, notkun þeirra getur verið hvetjandi til náms fyrir börn og unglinga, auk þess sem spjaldtölvur er góð leið til að koma til móts við nemendur þar sem þeir eru staddir í naminu. 

Spjaldtölvuverkefni Garðaskóla hófst í upphafi vorannar 2014 þegar skólinn fjárfesti í 30 nýjum spjaldtölvum. Síðan þá hefur spjaldtölvuteymi skólans sem er skipað áhugasömum kennurum um notkun upplýsingatækni í kennslu og námi verið að prófa sig áfram í þeim faggreinum sem hver og einn kennir undir leiðsögn Ingibjargar Önnu Arnarsdóttur, aðstoðarskólastjóra.

Í nýrri aðalnámsskrá fyrir grunn- og framhaldsskóla er lögð áhersla á upplýsinga- og menningarlæsi. Tungumálakennarar skólans og deildarstjóri í 8. bekk höfðu áhuga á að læra meira um og kynna sér þá möguleika sem spjaldtölvur veita í tungumálanámi og kennslu og sótti skólinn um styrk fyrir þeirra hönd til styrkjaáætlunar ESB á sviði menntunnar, Erasmus+ til að sækja tvö námskeið. Annað námskeiðið var haldið í Edinborg 25.-31. október 2014 og hitt á Benalmadena, 2.-8. nóv. 2014. Þátttakendur fengu lista yfir lesefni og krækjur til að undirbúa sig fyrir námskeiðin.  Einnig var stofnaður hópur á netinu (Facebook) fyrir umræður áður en námskeiðin hófust. Helstu viðfangsefni voru: a) kenningar, ný kennslufræði og tækifæri til kennslu, b) grunnatriði í margmiðlun, c) einstaklings – og hópvinna, d) að búa til kennsluefni, e) að leita og nota öpp í hópavinnu, f) möguleikar spjaldtölvu (from toy to tool) og vendinám (flipped-learning)

Námskeiðin sem kennararnir sóttu voru að mörgu leyti lík en samt með mismunandi áherslur sem hentaði vel þeim kröfum sem skólinn lagði upp með þegar ákveðið var að senda kennarana á þessi námskeið. Viðkomandi kennarar komu svo aftur í skólann með nýja þekkingu, meira sjálfstraust og margvíslegar kennslufræðilegar hugmyndir til að útfæra nánar með samkennurum sínum og nemendum skólans. Það er mat þeirra sem tóku þátt að námskeiðin hafi algerlega staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru áður en farið var af stað og eru þeir þakklátir skólanum og Erasmus+ að hafa fengið tækifæri til að sækja þessi frábæru námskeið. 

 

English
Hafðu samband