Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þriðji fundur stjórnar foreldrafélags Garðaskóla haldinn 14.1.2014 kl 19:00.

 

Mættar: Edda Rósa Gunnarsdóttir, Hrönn S.Steinsdóttir, Sigríður Guðlaugsdóttir, Alda Ásgeirsdóttir, Ellen Guðlaugsdóttir og Ólína Rakel Þorvaldsdóttir.

 

Fundurinn hófst á því að skrifað var undir breytingar á lögum foreldrafélagsins sem samþykktar voru síðastliðið vor af fyrri stjórn.  Einnig skrifað undir eyðublöð fyrir stofnun bankareiknings. Hrönn sér um að koma kennitölum í banka fyrir valgreiðslu til foreldra.

 

Rætt var um fyrirhugaða kynlífsfræðslu semforeldrafélagið ætlar að bjóða upp á. Búið að tala við Siggu Dögg, kynlífsfræðing, og nálgun hennar á mismunandi aldurshópa. Ákveðið að óska eftir fræðslunni í lok apríl eða byrjun maí. 28-29. apríl eða 5-6. maí.

 

Fyrirlestur um einelti sem forvörn. Edda Rósatalar við Selmu Björk um að halda fyrirlestur um einelti í febrúar. Selma erlaus á fimmtudögum. 6. febrúar er ákjósanlegur eða 27. febrúar. Passa að það skarist ekki á skíðaferð sem er 12. mars.

 

Póstur frá foreldrafélaginu til foreldra. Ellen var ekki með hakað við að fá póst frá foreldrafélaginu á Mentor og hefur því ekki fengið pósta sem sendir hafa verið. Edda Rósa ætlar að tala við tölvusérfræðing skólans og athuga hvort verið geti að margir foreldrar séu ekki með hakað við þetta – og að biðja hana um að merkja stjórn foreldrafélagsinsinn á Mentor – auk þess að birta fundargerðir foreldrafélagsins. Biðja tölvumanneskjuna að senda okkur upplýsingar sem við gætum póstað á Facebook. 

Minna á facebook síðuna www.facebook.com/foreldrafelag.gardaskola.

 

Rætt um samvinnu við Garðalund að minna ásíðu hinna á Facebook, vinna saman. Ellen tekur það að sér.

 

Alda óskaði eftir að valinn yrði varamaður í Skólaráð þar sem hún kemst ekki á næsta fund. Hrönn bauðst til að vera varamaður.

 

Ellen verður varamaður í Grunnstoð.

 

Fá viðhorf foreldra með skoðanakönnunum. Sigga sér um það.

 

Athuga með Unglinginn sem leikrit fyrir krakkana í haust – Sigga athugar það. Ákveðið að kansellera Bjarna Hauki eða athuga með tilboð og við gætum farið á sýningu.

 

Fundarritari: Sigríður Guðlaugsdóttir

Ellen fór af fundinum um klukkan 20:50.

Fundi slitið kl 21:45.


English
Hafðu samband