Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fundargerð:

Aðalfundur foreldrafélags Garðaskóla, haldinn 13. maí 2014 kl. 17:30 til 18:30. 


Mættar: Alda, Edda, Ellen, Hrönn og Ólína úr stjórn, sex foreldrar barna úr 8-10. bekk, eitt foreldri barns úr 7. bekk Hofsstaðaskóla og Brynhildur skólastjóri.

Edda Rósa formaður stjórnaði fundinum. Efnisatriðin sem voru kynnt og rædd má flest finna í skýrslu stjórnar.

Bekkjarfulltrúar:

Rætt var um að koma á föstu morgunkaffi hjá öllum bekkjum einu sinni á önn. Mikilvægt er að ákveða morgunkaffi og/eða eitthvað sameiginlegt fyrir bekkina. Bekkjarfulltrúar sjái um morgunkaffi ásamt því að mögulega hjálpa til á árshátíð.

Á fundinum kom fram hugmynd um að draga nafn foreldris úr potti við val á bekkjarfulltrúa og að velja bekkjarfulltrúa strax í byrjun foreldrafundar á haustönn.

Reikningar eru engir, enda hefur foreldrafélagið engin fjárráð sem stendur. Næsta haust verða innheimt félagsgjöld, 1500 kr. valgreiðsla á hverja fjölskyldu. Sjóðurinn verður notaður til að styðja við skólastarf í víðu samhengi. Sverrir Sverrisson bauð sig fram sem skoðunarmaður reikninga.

Skólaráð: Foreldrar eiga tvo fulltrúa í skólaráði. Fulltrúi frá stjórn foreldrafélagsins í ráðinu er Alda Ásgeirsdóttir og Berglind Bragadóttir kemur inn fyrir Kristbjörgu Ágústdóttur sem fulltrúi frá Grunnstoð.

Garðaskóli og viðburðir: Mikilvægt að foreldrar fái boð á viðburði, e.o. val fyrir 10.bekkinga.

Kynlífsfræðsla: Rætt um kynlífsfræðslu- Vilji var að fá Siggu Dögg til að koma með kynlífsfræðslu handa nemendum og foreldrum. Það verður vonandi gert á næsta skólaári. Brynhildur skólastjóri sagði frá “Tölum saman” kynlífsfræðslu  sem er gott verkefni sem hefur reynst skólum vel. Mikilvægt era ð fá fræðslu um kynlíf unglinga á tímum klámvæðingar á samfélagsmiðlum.

Hvað leyfa foreldrar! Rætt var um sameiginleg markmið okkar varðandi reglur, útivistartíma og takmarkanir á netnotkun. Ellen sagði okkur frá hvað fór fram á Grunnstoðarfundi þar sem talað var um aðgengi barna að óhugnarlegum vefsíðum þar sem hægt era ð horfa á mikið ofbeldi og klám.

Umræður í lokin voru um netnotkun, kynlíf, íþróttir, útivist, áfengisneyslu og bílpróf.

Nýjir meðlimir í foreldrafélagi:

Guðfinna E. Ingjaldsdóttir
Brekkubyggð 12
691 0227
gudfinnaingjalds@gmail.com


Sóldís Einarsdóttir
Tunguás 4
822 7507
soldiseinars@yahoo.com


Berglind Bragadóttir
Bæjargili 3
210 Garðabæ
beggabraga@hotmail.com

English
Hafðu samband