Foreldrafélag Garðaskóla
5. fundur stjórnar, 23.01.2012 18:00
Mætt: Steinunn, Ágústa, Kristbjörg, Björn.
Dagskrá: netnotkun barna.
Spurt hvort eitthvað það hafi verið gert varðandi atburð í 9. bekk sem felur í sér þátttöku foreldra. Sem stendur hefur ekkert verið gert í 9. bekk, en 8. bekkirnir hafa verið með bekkjarkvöldin sín og bráðlega verður framhaldsskóla kynning fyrir 10. bekk. Það er frekar þung að koma svona af stað.
Ýmsir framhaldsskólar leggja áherslu á að halda kynninga fyrir foreldra, og í samanburði við þá stendur Garðaskóli sig ekki jafn vel.
Fjallað um stefnumótunar- og samráðsþingið varðandi netöryggi og tölvunotkun barna í Garðabæ sem haldið var þann 14.janúar. Fulltrúi frá SAFT (www.saft.is) var með kynningu sem var góð, og á vel erindi við nemendur í Garðaskóla og foreldra þeirra. Auk þess kynnti félagráðgjafi nýja rannsókn sína um rafrænt einelti sem var áhugaverð, en rafrænt einelti skilur sig að ýmsu leyti frá hefðbundu einelti auk þess sem skólar hafa sjaldan sérstakar viðbragðsáætlanir vegna þessa. Í lokin voru fjórir umræðahópar þar sem ýmsir punktar voru ræddir nánar auk þess sem að hugmyndum þátttakenda var safnað saman.
Stjórninni langar að standa fyrir könnun meðal foreldra barna í Garðaskóla sem mundi fjalla um hvað þeir telja vera eðlilega notkun unglinga á samskiptasíðum, og nota síðan niðurstöðurnar til að útbúa viðmið sem væru kynnt öllum foreldrum. Þetta yrði gert í samráði við skólann. Ef ekkert er að gert, þá má líkja þessu við snjóbolta; ef einhverjir vinir barnanna eru á spjallinu seint á kvöldin, þá draga þeir aðra inn með sér. Þess vegna skiptir máli að hafa viðmið sem flestir foreldrar geta sæst á að séu eðlileg. Auk þess má nota tækifærið og spyrja um aðra hluti, t.d. upplifun foreldra á skólastarfinu. Fyrir utan ávinninginn af því að fá þessara upplýsingar, þá væri með þessu jafnframt verið að auka möguleika foreldra á því að taka þátt í svona stefnumörkun. Miðað væri við að framkvæma könnunina gegnum internetið.
Hugleiðingar um fjármögnun atburða. Foreldrafélagið hefur ekki peninga, það er spurning hvort það sé ein af orsökum þess að það gengur þunglamalega að finna atburði sem foreldrar geti tekið þátt í. Til samanburðar þá hefur Garðalundur ágæt fjárráð, en þau eru (eðlilega) meira notuð í hefðbundna atburði félagsmiðstöðvarinnar.
Fundi slitið 19:20