Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
8. fundur stjórnar, 21.03.2012 18:00
Mætt: Steinunn, Ágústa, Dóróthea, Björn. Helga María og Vigdís frá Garðaskóla.

Dagskrá: Vorferðir, skoðanakönnunin.

Spjall við Helgu Maríu og Vigdísi Garðaskóla á mögulegum bekkjarferðum fyrir 8. og 9. bekk. (10. bekk er sleppt í umræðunni, enda er hefð fyrir útskriftarferðalag á vegum Garðalundar í Þórsmörk). Þær afhentu blöð með mögulegum útfærslum fyrir hvorn bekkinn. Báðar ágætar, annars vegar dagsferð, hins vegar gist eina nótt, á bilinu 4.-6. júní (þá eru skóladagar, og þetta passar vel inn sem prógram sem skólinn þarf að útbúa fyrir krakkana).
Foreldrar mundu þurfa að standa straum af kostnaði, líklega fengist einhver niðurgreiðsla vegna rútu. Talið rétt að leita til bekkjarfulltrúa með samþykki og val á kostum, auk þess að koma að skipulagningu á fjáröflun (m.a. byggt á skoðanakönnun, sjá neðan). Skólinn má ekki innheimta gjöld, því verða foreldrar/foreldrafélag að koma að þessu.

Því fylgja ýmsir kostir að láta svona ferðalag fara í gegnum Garðalund. Hafa reynslu af að halda svona atburði, reynslu af utanumhald peningalega, geta skaffað starfsfólk, og e.t.v. tryggingar o.fl.

Það þarf að gefa kost á einhvers konar fjáröflun til að minnka kostnað heimilis. Hverjum er síðan í sjálfsvald sett hvort vilji nýta sér þennan möguleika. Reynsla þeirra sem hafa prófað að einstaklingssöfnun virki best, fólk mest mótiverað og það er það sem það vill.

Það þyrfti að koma út skilaboðum um svona ferðalög til foreldra fyrir páska.
Helga María og Vilborg fara af fundi.

Steinunn benti á að það á (líklega) að halda aðalfund í apríl. Ágústa benti á að það stendur til að halda opinn skólaráðsfund/þing líklega föstudag 27. apríl. Það gæti verið sniðugt að halda þetta sama dag; fyrst aðalfundur hálftíma, síðan restin.

Foreldrafélag í samvinnu við Garðaskóla útbjó skoðanakönnun sem var send rafrænt til foreldra í síðustu viku. Niðurstöður fást eftir helgina. Það er almenn ánægja með þetta í skólaráði og gert er ráð fyrir að nota þetta fyrirspurnartól í fleiri kannanir.
Það kom fram í spjalli að það er engan veginn ljóst að foreldrar séu sammála um svörin, þó mælst hafi verið til að þeir svöruðu saman.

Ágústa hafði rætt við starfsmann Garðalundar varðandi að gera dagskránna sýnilegri. Garðalundi finnst ekki til greina að nota Mentor til að senda reglulegar tilkynningar á foreldra. Auk þess að tímanum við að færa inn dagskrá inn í dagatal á vef félagsmiðstöðvarinnar sé ekki vel varið, hún liggi hvort eð er seint fyrir og að krakkar lesi þetta ekki. Mat stjórnar að þessar upplýsingar eigi að vera fyrir foreldrana. Birni finnst skipta máli að helstu/stærstu atburðir fari inn í dagatal, og það er bara kostur ef smádóti sem liggur seint fyrir er sleppt.

Við þurfum fund með bekkjarfulltrúum hratt til að spjalla um útfærslu á þessum vorferðum, t.d. þri/mið næstu viku. Foreldrar beggja bekkja saman, en skipta þessu upp ef margir mæta. Það væri gott ef þeir tæku sjálfir ákvörðun um fjármögnun, við gætum hins vegar komið með hugmyndir.

Skemmtikvöldið í Kirkjulundi fór vel fram. Stjórnarmeðlimir höfðu heyrt frá forvarnarnefnd og nokkrum foreldrum að það sé ekki sjálfgefið að nota Mentor til að send út svona auglýsingu (e.t.v. þar sem vínveitingar voru á kvöldinu).
Vangaveltur í framhaldi af því hvort það mætti í staðinn fá netfangalista með öllum foreldrum, og senda svona sjálf. Slík netföng mundu þá upphaflega koma úr Mentor, það er óljóst hvort Mentor væri sátt við slíkt.

Fundi slitið 19:30

English
Hafðu samband