Foreldrafélag Garðaskóla
4. fundur stjórnar, 28.11.2011 18:00
Mætt: Steinunn, Björn, Kristbjörg, Dórothea.
Dagskrá: Fundur Grunnstoðar. Fundur skólaráðs. Hlutverk skóla og kirkju varðandi fræðslu. Önnur mál.
Kristbjörg kynnti hvað fór fram á síðasta fundi Grunnstoðar en þar mættu fulltrúar frá Stjörnunni. Rætt var m.a. um frístundabíl, lóð Hofsstaðaskóla og kostnað íþrótta annan en æfingagjöld (fatnað, ferðir). Grunnstoð og Stjarnan hafa eðlilega ekki alltaf sömu sjónarmið en jákvætt að þessir aðilar hittist og fari yfir málin. Stjarnan verður með stefnumótunarfund í næstu viku og vilja gjarnan fá ábendingar. ( http://www.gardabaer.is/pages/3112 )
Farið yfir tölvupóst frá Ágústu þar sem kynnt var hvað hefði farið fram á síðasta fundi í skólaráði. Punktar: Opnir listadagar. Heilsueflandi grunnskóli. Niðurgreiðsla skólamatar. Próf í FG. ( http://www.gardaskoli.is/pages/3008 )
Foreldraröltið hefur verið í haust. Nokkrir hafa bent á að boð séu send út með of skömmum fyrirvara. Annars vegar getur tekið bekkjarfulltrúa nokkurn tíma að koma skilaboðunum áleiðis, hins vegar vill sá kjarni foreldra sem er tilbúnastur að taka þátt gjarnan tryggja að þeir komist sitt kvöld. Mat sumra foreldra og lögreglu að krakkar er eitthvað minna útivið en fyrir nokkrum árum, en það er rétt að halda þessu áfram þar sem þetta gefur foreldrum innsýn í umhverfið og kemur á tengslum. Eitt kvöld datt út. Förum í smá pásu nú, en einhver kvöld verða væntanlega tekin seinni part vetrar.
Rætt um eineltismál og tengsl þess við barnaverndarmál. Það er komin reglugerð sem kveður m.a. á um starf grunnskóla gegn einelti. Eineltismál geta orðið að barnaverndamáli en það er skólinn sem metur hvort ástæða sé til að tilkynna til barnaverndar skv. verklagsregum þar um.
Rætt um klíkumyndun krakka í skólanum. Þetta er nokkuð sem virðist byrja í 6. bekk, var mjög áberandi í fyrrverandi 10. bekk og helst þaðan yfir í t.d. FG. Sterkir hópar þurfa ekki að vera slæmir sem slíkir, en þetta má ekki heldur bitna á öðrum nemendum.
Foreldrafélaginu barst auglýsing um leikhús, eitt leikverkið hentaði fyrir 13 ára og eldri. Auk þess boð frá fyrirtæki sem gerir dagatöl sem t.d.foreldrafélög geta notað til fjáröflunar. Foreldrafélag Garðskóla hefur ekki verið með sjóð en ljósi fyrri umræðu um sjóð til að styðja við einstök vekefni er þörf á að boða til fundar með bekkjarfulltrúum og kanna viðhorf þeirra til þess.
Varðandi fræðsluhlutverk skóla og kirkju. Umræðan spannst upphaflega vegna kynfræðslu innan fermingarfræðslu, sem er í sjálfu sér hlutverk skólans, og vangaveltur um hvort skólinn mundi e.t.v. á móti minnka vægi þessa þannig að það bitni þá á börnum sem fara ekki í fermingarfræðslu. Sem stendur virðist skólinn sinna þessum þætti í samræmi við námskrá og er fræðslan hjá kirkjunni því viðbót en kemur ekki í stað fræðslunnar í skólanum.
Fundi slitið 19:55
Næsti fundur verður 23. janúar.