Foreldrafélag Garðaskóla
3. fundur stjórnar, 26.10.2011 18:00
Mætt: Steinunn, Ágústa, Björn, Kristbjörg, Dórothea.
Dagskrá: Fundur Grunnstoðar með bæjarstjóra. Fundur skólaráðs. Hlutverk skóla og kirkju varðandi fræðslu. Önnur mál.
Spjall við Brynhildi skólastjóra í byrjun fundar, m.a. um kostnað við ferðir. Í kringum þetta spunnust nokkrar um ræður um fjármögnun atburða, hvort foreldrafélagið ætti að vera með sjóð og þá hvers konar atburði slíkur sjóður myndi styrkja.
Steinunn ræddi stuttlega um niðurstöður úr könnun á högum og líðan barna í 5.-7. bekk og könnun á vímuefnaneyslu unglinga í 8.-10. bekk. Ástandið er almennt í lagi í Garðabæ, an athygli vekur að strákar í 5.-7. bekk sýna oftar einkenni vanlíðunar, m.a. með því að taka reiðiköst.
Ágústa kynnti hvað hefði farið fram á síðasta fundi í skólaráði. ( http://www.gardaskoli.is/pages/3008 )
Dórothea kynnti hvað hefði farið fram á síðasta fundi Grunnstoðar, þar sem bæjarstjóri var mættur. ( http://www.gardabaer.is/pages/3112 )
Kristbjörg kynnti hvað hefði farið fram á fundi forvarnanefndar Garðabæjar og fulltrúum foreldra. Fundargerð forvarnarnefndar verðu birt á heimasíðu bæjarins en forvarnarnefndin vill fá foreldrafélögin í bænum til liðs við sig um möguleika á að koma á samstöðu í Garðabæ meðal foreldra um almenna tölvunotkun og skjátíma. Verkefnið yrði í samstarfi við Saft.
Meira var ekki rætt vegna tímaskorts.
Fundi slitið 19:40
Næsti fundur er 28. nóvember.