Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélag Garðaskóla
Aðalfundur, 2.5.2012 18:15

Mætt: Stjórn, Steinunn, Ágústa, Dórothea og Björn. Brynhildur aðstoðarskólastjóri. Einn fulltrúi foreldra (Jóhann). Kristbjörg boðaði forföll.

Dagskrá: Aðalfundarstörf. Kosning í stjórn. Kynning á niðurstöðum skoðanakönnunar.

Umræða um hvort september sé e.t.v. betri tími til að halda aðalfund. Þannig væru foreldrar úr öllum þremur bekkjardeildum kjörgengir. Slíka breytingu þyrfti þá að samþykkja sérstaklega á fundi.

Steinunn formaður fór yfir þá þætti sem fjallað skal um á aðalfundi. Sjá sérstakt skjal með glærum frá aðalfundinum.
Ræddi auk þess hlutverk stjórnar, foreldrarölt og annað sem hefur verið framkvæmt í vetur.

Steinunn og Ágústa fara úr stjórn. Kosningu tveggja nýrra stjórnarmanna frestað vegna dræmrar mætingar. Boðað verður til auka aðalfundar í byrjun næsta skólaárs, núverandi þrír stjórnarmeðlimir (Dórothea, Kristbjörg, Björn) munu vinna að framkvæmd. Auka aðalfundinn mætti t.d. halda í tengslum við haustfund með bekkjarfulltrúum, en mikilvægt er að kynna hann fyrir öllum foreldrum og hvetja til framboðs utan hóps bekkjarfulltrúa. Þá er rétt að leggja til breytingar á lögum félagsins varðandi tímasetningu aðalfundar.

Skoðakönnun leiddi í ljós að stór hluti foreldra er tilbúinn að greiða árlega frjálst framlag í sjóð sem foreldrafélagið mun halda um. Þetta krefst tveggja skoðunarmanna reikninga næsta vetur, en kosningu þeirra er einnig frestað til aukaaðalfundar.

Ágústa flutti skýrslu skólaráðs. Dæmi um mál sem skólaráðið hefur komið að í vetur eru umfjöllun um skóladagatal, matarmál nemenda, heilsueflingarverkefni á vegum MNR, samvinna við FG vegna prófa, ferðamál og jafnréttisstefna.

Önnur mál:
Vorpróf verða frekar seint í maí. Í lok prófa ætti stjórnin að senda tilmæli til foreldra um passa svolítið betur upp á unglingana þessa daga, líklega 2 dagar þar sem mikilvægt er að vera vel á verði. Garðalundur verður með starfsfólk í vinnu þessa daga, en foreldrafélagið ætti að tala við þau til að skoða hvort Garðalundur telji þörf á virkri þátttöku foreldra og þá í hvaða formi, t.d. hvort ástæða væri að vera með foreldrarölt.

Steinunn fór í gegnum skoðanakönnunina sem foreldrafélagið og gæðanefnd Garðaskóla framkvæmdi í vor. Sjá sérstakt skjal sem inniheldur glærur með ítarlegum niðurstöðum. Könnunin var send á annan forráðamann nemenda, alla jafna konuna. Niðurstöður benda til þess að það er vilji foreldra til að taka þátt í viðburðum á vegum skólans en síður starfi foreldrafélags, meiri hluti foreldra er tilbúinn til að greiða fyrir viðburði á vegum skólans og jafnframt að leggja fé í sjóð sem foreldrafélag heldur utan um.
Brynhildur taldi rétt að samskonar könnun færi fram árlega, þetta er auðvelt og gagnlegt. Það voru smávægilegir hnökrar á könnuninni sem laga mætti fyrir næsta ár, t.d. mætti taka fram áður en krafist er svara við vissum spurningum hvort það er skólinn eða foreldrafélagið sem er að spyrja.

Í tengslum við skoðanakönnunina var rætt um félagslíf innan skólans og aðkomu Garðalundar að því. Viss form félagslífs, ekki síst leiklist, taka miklu meira pláss en önnur. Garðalundur fær fjármagn frá bænum sem nýta mætti til að hlúa að öllum krökkum. Þennan vetur fór mikil orka hjá Garðalundi í að hefja starf í Sjálandsskóla, sem gæti þar með hafa bitnað á félagsstarfinu í Garðaskóla.

Klappað var fyrir víkjandi formanni.

Fundi slitið 19:30

English
Hafðu samband