Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Félagsmiðstöðin Garðalundur.

Garðalundur er félagsmiðstöð staðsett í Garðaskóla, þar sem unglingar á aldrinum 13-16 ára geta varið frítíma sínum í öruggu umhverfi. Garðalundur vinnur út frá jafnréttishugsjónum og stuðlar að tilfinninga- og félagsþroska ungmenna í gegnum tómstundir.

Vefsíða Garðarlundar.

Opnunartími Garðalundar

Á skólatíma er að öllu jöfnu hægt að slappa af í Garðalundi milli tíma, í eyðum og matmálstímum. Opnanir eru samt sem áður háður viðveru starfsmanna og getur verið breytilegur sökum anna.

Kvöldopnanir alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 19:00 – 22:00 og eru allir velkomnir á þessum tíma til að taka þátt í dagskrá kvöldsins eða slappa af, spjalla og eða njóta sín á þann hátt sem þeir kjósa.

Einnig stendur Garðalundur fyrir klúbba og hópastarfi alla fimmtudaga frá 19:00 – 22:00 en þar eru lengri verkefni svo sem Söngleikurinn, Nördaklúbburinn, stráka- og stelpuhópastarf og aðrar sniðugar hugmyndir sem koma til vegna áhuga ungmennanna eða þörf innan skólasamfélagsins.

Forstöðumaður Garðalundar er John Friðrik Bond Grétarsson

Beinn sími félagsmiðstöðvar er 5902570 og netfang gardalundur@gardalundur.is 
Beinn sími forstöðumanns er 5902571 og netfang
johnbond@gardalundur.is 

Aðrir starfsmenn eru:

Arnar Snær Þórsson Frístundaleiðbeinandi og Nýjasti Nördinn

Ásta Júlía Elíasdóttir Frístundaleiðbeinandi og klassa söngleikjasmiður

Bjarni Svanur Birgisson Frístundaleiðbeinandi og dýflissustjóri

Emma Ljósbrá Friðriksdóttir Frístundaleiðbeinandi og fagmaður

Fjóla Ýr Jörundsdóttir Frístundaleiðbeinanid og ljúfmenni

Hákon Hjartarson Frístundaleiðbeinandi og tæknimaðurinn

Hrefna Björg Ragnarsdóttir Frístundaleiðbeinandi og mömmu nörd

John Friðrik Bond Grétarsson Frístundaleiðbeinandi og forstöðumaður Garðalundar

Sigurður Árni Gíslason Frístundaleiðbeinandi og jaðar hópstjóri

Snorri Páll Blöndal Frístundaleiðbeinandi og fyrirmynd

Vilborg Harðardóttir Frístundaleiðbeinandi og verðandi forstöðukona

Þórarinn Reykdal Frístundaleiðbeinandi og rafíþróttagúrúinn


 
English
Hafðu samband