Matartiminn sér um mötuneytisþjónustu við nemendur og starfsfólk Garðarskóla. Forráðafólk nemenda sér um að skrá sitt barn í mat og er það gert í gegnum heimasíðu þeirra, www.matartiminn.is. Á heimasíðunni má einnig finna matseðil hverrar viku
Í matsal nemenda er einnig boðið upp á aðstöðu fyrir nemendur sem koma með nesti að heiman og hafa þau aðgang að örbylgjuofni, samlokugrilli og katli.
Starfsfólk matsölunnar starfar hjá Matartímanum. Sameiginleg ábyrgð á rekstri er í höndum skólans og fyrirtækisins.