Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í mars 2011 var haldið skólaþing með þátttöku nemenda, starfsmanna og forráðamanna. Stór hluti nemenda og nokkrir starfsmenn voru í skíðaferðum Garðalundar á sama tíma og því tóku þeir ekki þátt í þinginu. Í kynningarbréfi til forráðamanna var sagt frá skipulagi þingsins og þemadögum sem fram fóru í aðdraganda þess.


Aðal umræðuefni þingsins var "skapandi skóli" og var það sett í samhengi við framkvæmd á skólastefnu Garðabæjar. Nemendum úr öllum árgöngum var blandað í hópa og nokkur verkefni lögð fyrir. Vinnan fór að miklu leyti fram á sal skólans þannig að flæði milli hópa var nokkuð og allir sáu hvernig aðrir voru að vinna. Á lokadegi þingsins var forráðamönnum boðið til umræðna og kynningar á niðurstöðum en því miður var lítil mæting.

Niðurstöður og mat á skólaþinginu má lesa í eftirfarandi skjölum:

 

English
Hafðu samband