Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rannsóknir sýna bein tengsl á milli vímuefnaneyslu og ofbeldis. Því meira sem unglingar nota vímuefni eru meiri líkur á að þau beiti eða séu fórnarlömb ofbeldis. Á þetta bæði við um pilta og stúlkur.

Íslensk ungmenni lenda í meiri vandræðum vegna eigin áfengisdrykkju en jafnaldrar þeirra í öðrum Evrópulöndum. Má þar nefna ógætilega og óæskilega kynlífsreynslu, þau verða oftar fyrir ránum og þjófnuðum, eru í meiri slysahættu og lenda frekar í slagsmálum.

Því yngri sem unglingar eru þegar þeir hefja neyslu áfengis því alvarlegri eru vandamálin sem henni fylgja þegar fram í sækir.

 

Kaupum ekki áfengi handa unglingum!

English
Hafðu samband