Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opin hús í framhaldsskólum vor 2018

Menntaskólinn í Reykjavík
Kynningar eða opin hús fyrir nemendur í 10.bekk og forráðamenn þeirra verða í MR eftirfarandi miðvikudaga kl. 15.00: 31 janúar, 7. febrúar, 14. febrúar, 28. febrúar og 7. mars. Nauðsynlegt er að  bóka sig á kynningu í síma 5451900. Náms- og starfsráðgjafi skólans kynnir námið og nemendur kynna félagslíf skólans og farið verður í gönguferð um húsnæðið. Heimsóknin tekur um það bil 60 mínútur.

Flensborg
Opið hús verður í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. febrúar kl. 17.00-18:30.

Stór framhaldsskólakynning 
Minnum á framhaldsskólakynningu þriðjudaginn 13.febrúar frá kl. 16.30 – 18.00 sem verður haldin í húsakynnum FG. Þar munu fulltrúar frá framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu kynna námsframboð sitt. Forráðamenn eru velkomnir með nemendum.  Nemendur í 9.bekk eru einnig velkomnir. 

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Opið hús verður í FG, þriðjudaginn 20. febrúar klukkan 16:00-18:00

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Það verður opið hús fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti mánudaginn 26. febrúar klukkan 17:00-19:00. 

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Opið hús verður í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ miðvikudaginn 28. febrúar kl. 17.00 – 18.30. Kennarar og nemendur verða á staðnum. 

Menntaskólinn við Hamrahlíð
Opið hús verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð fimmtudaginn 1. mars frá klukkan 17:00 til 18:30 fyrir nemendur og forráðamenn þeirra. Kynning á námsbrautum skólans, aðstöðu, félagslífi og fjölbreyttu vali nemenda.
 

Borgarholtsskóli
Opið hús verður í Borgarholtsskóla miðvikudaginn 7.mars kl. 16.30 – 18.30

Menntaskólinn í Reykjavík
Opið hús verður laugardaginn 10.mars frá kl. 14:00 – 16:00. 

Kvennaskólinn
Opið hús verður í Kvennaskólanum mánudaginn 12.mars kl. 17.00- 18.30.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla
Fjölbrautaskólinn við Ármúla verður með opið hús miðvikudaginn 14. mars nk. kl. 16.30 – 18.00. Kynning á námsbrautum skólans, fjarnámi, aðstöðu og félagslífi nemenda.

Menntaskólinn við Sund
Opið hús verður Menntaskólanum við Sund miðvikudaginn 14.mars kl. 17.00- 19.00.

Tækniskólinn – skóli atvinnulífsins
Opið hús verður í Tækniskólanum Skólavörðuholti fimmtudaginn 15. mars kl. 16.00 – 17.30 og laugardaginn 17. mars kl. 13.00 – 16.00verður Skrúfudagurinn í Tækniskólanum á Háteigsvegi (gamla Sjómannaskólanum).

Menntaskólinn í Kópavogi
Opið hús verður í Menntaskólanum í Kópavogi fimmtudaginn 15. mars nk. kl. 16.30 – 18.30. Fjölbreytt nám í boði.

Verzlunarskóli Íslands
Opið hús fyrir nemendur í 10.bekk og forráðamenn þeirra verður í Verzló fímmtudaginn 15. mars nk. kl. 17.00 – 18.30. Skólastjóri, kennarar, námsráðgjafar og nemendur verða á staðnum.
Þar sem skíðaferð Garðaskóla og uppbrot í fleiri grunnskólum eru á sama degi og opna húsið ætlar Versló að vera með auka kynningu þriðjudaginn 10. apríl kl.13 í Rauða sal skólans sem er á jarðhæð skólans beint á móti Borgarleikhúsinu.

 




 


 
English
Hafðu samband