Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynning á góðvildarverkefni 8. bekkinga

23.04.2013

Senn hefst góðvildarverkefni 8. bekkjar Garðaskóla í samstarfi foreldra og skólans.   Við boðum þess vegna til sameiginlegrar „upphitunar“ foreldra og barna í 8. bekk Garðaskóla þriðjudagskvöldið 23. apríl kl. 18-20 á sal Flataskóla.

Hugmyndin er að kalla saman árganginn eina góða kvöldstund - á vegum foreldra en á vettvangi skólans - kynna góðgerðarverkefnið og sameina börn og foreldra í örfyrirlestrum, fæðu og fjöri.

  • Staður:                Flataskóli (Garðaskóli er frátekinn í leikritið „Ghost“ – en Brynhildur hefur þegar fengið Flataskóla „að láni“ umrætt kvöld)
  • Stund:                  Þriðjudaginn 23. apríl milli 18.00 og 20.00
  • Stemning:          Gleði og gaman og léttar veitingar (hver kemur með smá hollustu)

Dagskrá (10 mínútna örfyrirlestrar):

  • Af lífsins gæðum, lífsins gjöfum og Beoncé – Guðrún
  • Bakað fyrir Fjölskylduhjálp – verkefnið kynnt og umræður  - María
  • Svipmynd af námsefni í Lífsleikni - Ingimar
  • Fjölskylduhjálp Íslands – stefna, starfsemi og staða - NN
  • Ungt fólk og sjálfboðaliðastarf – Ragný
  • Tónlist – Hallfríður og Ármann

Hlökkum til að sjá ykkur öll!

Guðrún, María og Hallfríður (8. IW) og bekkjarfulltrúar

Til baka
English
Hafðu samband