Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útgefið efni

Ýmis rit eru gefin út til að lýsa stefnu Garðaskóla, daglegu starfi og verkefnum liðinna ára. Áhersla er lögð á að spara pappír og útprentun við birtingu gagna og þess í stað leitað leiða til að birta texta á rafrænum miðlum þannig að þeir séu aðgengilegir og aðlaðandi.

Starfsáætlun er birt í upphafi skólaárs og geymir hagnýtar upplýsingar af ýmsu tagi, lýsingar á skipulagi, nemendahópnum og hlutverkum starfsmanna. 

Ársskýrsla er birt í lok skólaárs og þar er gerð grein fyrir starfi nýliðins skólaárs m.a. með sjálfsmatsskýrslu og skýrslum fagstjóra.

Samskipti og skólaandi er bæklingur á vef skólans sem geymir skólareglur og lýsingar á verkferlum og vinnubrögðum í samskiptum nemenda, starfsmanna og foreldra. Bæklingurinn lýsir áherslu Garðaskóla á jákvæð samskipti og lausnamiðað viðmót.

Fréttabréf eru gefin út til að upplýsa um sérstakar áherslur og þau verkefni sem eru efst á baugi hverju sinni.

Skýrslur fyrir hin ýmsu þróunarverkefni sem Garðaskóli tekur þátt í eru gerðar aðgengilegar fyrir starfsfólk, foreldra og nemendur.

English
Hafðu samband